ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

ÍA-Grótta 8-1

ÍA-Grótta 8-1

01/12/15

#2D2D33

Annar æfingaleikur vetrarins fór fram á laugardaginn þegar okkar menn lögðu 2.deildar lið Gróttu með átta mörkum gegn einu. Fyrsta mark leiksins kom á 11.mínútu þegar Ólafur Valur skoraði eftir góða sókn. Ólafur Valur bætti öðru marki við á 23.mínútu eftir góðan undirbúning Tryggva Haraldssonar. Eftir annað markið kom slakur kafli þar sem Grótta náði að minnka muninn í 2-1 á 32.mínútu. Eftir mark Gróttu höfðu Skagamenn mikla yfirburði í leiknum og spiluðu á köflum mjög góðan fótbolta. Það var Eggert Kári sem kom ÍA í 3-1 á 37.mínútu eftir sendingu frá Albert Hafsteinssyni. Á 41.mínútu skoraði Þórður Þorsteinn gott mark eftir hraða sókn, þar sem Tryggvi lék skemmtilega á vörn Gróttu og lagði boltann fyrir Þórð sem kláraði færið vel. Síðasta mark fyrri hálfleiks skoraði Tryggvi sjálfur eftir góðann undirbúning Alberts Hafsteinssonar. Staðan því 5-1 fyrir ÍA í hálfleik.

 

Skagamenn gerðu miklar breytingar á liðinu í seinni hálfleik og tók það liðið langann tíma að finna netmöskvana þrátt fyrir góða spilamennsku. Það var á 78.mínútu sem Stefán Teitur skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og jók forystu Skagamanna í 6-1 eftir góða sendingu frá Steinari Þorsteinssyni. Stefán Teitur bætti við sínu öðru marki á 85.mín eftir góða sendingu frá Hilmari Halldórssyni. Stefán Teitur fullkomnaði þrennu sína á 90.mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Oliver Bergmann.

 

Byrjunarlið ÍA:

 

Árni Snær Ólafsson

Þórður Þ. Þórðarson-Gylfi Veigar Gylfason-Arnór Snær Guðmundsson-Aron Ingi Kristinnsson

Eggert Kári Karlsson-Hallur Flosason-Albert Hafsteinsson-Ólafur Valur Valdimarsson

Tryggvi Hrafn Haraldsson-Ásgeir Marteinsson

 

Skiptingar:
Inn – út

45.mín Arnór Sigurðsson – Albert Hafsteinsson
45.mín Andri Geir Alexandersson – Gylfi Veigar Gylfason
45.mín  Steinar Þorsteinsson – Ólafur Valur Valdimarsson
45.mín Stefán Teitur Þórðarson – Tryggvi Hrafn Haraldsson
60.mín Arnar Freyr Sigurðsson – Aron Ingi Kristinnsson
60.mín Árni Þór Árnason – Þórður Þ. Þórðarson
60.mín Guðmundur Sigurbjörnsson – Árni Snær Ólafsson
60.mín Hafþór Pétursson – Arnór Snær Guðmundsson
70.mín Oliver Bergmann – Hallur Flosason
70.mín Hilmar Halldórsson – Eggert Kári Karlsson
70.mín Hlynur Jónsson – Ásgeir Marteinsson

 

Næsti leikur ÍA er fimmtudaginn 4.des. Þá mætir liðið KR í Egilshöll kl.20:00

Edit Content
Edit Content
Edit Content