ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Af U19 ára landsliði karla

Af U19 ára landsliði karla

17/11/15

Hafþór_Pétursson-200x200

U19 ára landslið karla tók þátt í undankeppni EM2016 10.-15. nóvember síðastliðinn. Riðill Íslands var leikinn á Möltu, og andstæðingarnir voru Danmörk og Ísrael, ásamt heimamönnum. Íslenska liðið hafnaði í 3. sæti riðilsins og á þar með ekki möguleika á að komast áfram í milliriðil þar sem árangur liðsins er ekki bestur af liðunum sem höfnuðu í þriðja sætinu.

Eins og við höfum áður sagt frá var Hafþór Pétursson fulltrúi okkar Skagamanna í landsliðinu. Hafþór lék allan leikinn í jafntefli gegn Dönum í fyrsta leik og fyrri hálfleik í tapleik gegn Ísraelsmönnum en kom ekki við sögu í lokaleiknum á móti heimamönnum. Hafþór lék þarna sínar fyrstu landsleiki og varð sér úti um dýrmæta reynslu sem mun án efa nýtast honum vel í næstu verkefnum.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content