Sigur bæði hjá strákunum og stelpunum

Meistaraflokkur kvenna lagði KR í æfingaleik í Akraneshöllinni í gærkvöldi 2-1.  Það voru Bryndís Rún Þórólfsdóttir og Maren Leósdóttir sem skoruðu mörkin en KR minnkaði muninn undir lok leiksins.  Skagastelpur voru betri aðilinn í leiknum og áttu sigurinn fyllilega skilið. Meistaraflokkur karla lagði HK í morgun 6-2.  Steinar Þorsteinsson og Eggert Kári Karlsson skoruðu 2 […]

Æfingaleikir hjá meistaraflokki karla og kvenna um helgina

Núna um helgina munu meistaraflokkar bæði karla og kvenna taka á móti gestum hér í Akraneshöllinni.   Í kvöld, föstudag 11. desember, kl. 19:00 koma KR stelpur í heimsókn til meistaraflokks kvenna. Um er að ræða æfingaleik sem segja má að sé fyrsti liður okkar stelpna í undirbúningi fyrir átökin í Pepsi-deildinni næsta sumar.  KR-stelpur […]

Jóla-Knattspyrnuskóli KFÍA

Boðið verður upp á Knattspyrnuskóla í Akraneshöllinni fyrir 3.-5. flokk 20.-22. desember næstkomandi. Þjálfarar verða Hjálmur Dór, Skarphéðinn og Aldís Ylfa.   Tilvalið til að gleyma nú ekki alveg boltanum í jólafríinu!   Skráningarform og nánari upplýsingar má finna hér: https://tackk.com/knattspyrnunamskeid

Gráðun 11.des og jólafrí

Þá fer að koma að gráðun. Mæting kl 15:30 niður í speglasal næsta föstudag, þann 11.des. Gráðunargjald er 1500kr og svo er hægt að kaupa ný belti á 1500kr eða notuð á 500kr. Munið að koma með litlu rauðu gráðunarbókina. Þeir sem eiga ekki svoleiðis geta keypt hana á staðnum á 500kr. Eftir gráðun er […]

Dagurinn í dag

Sæl öll, Æfingar falla niður í dag mánudag 6.des hjá: A1 elsti hópur PARKOUR 2002 og eldri Fylgist með morgundeginum :o)

Æfingar falla niður vegna veðurs í dag

Vegna fyrirhugaðs óveðurs í dag 7/12 þá verður íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar lokað frá kl: 17:00 og því engar æfingar eftir þann tíma. http://www.akranes.is/is/frettir/afleit-vedurspa

Guðrún Valdís meistari með Princeton

 Guðrún Valdís Jónsdóttir markvörður mfl.kvenna ÍA varð á dögunum meistari í Ivy League deildinni. Princeton liðið fór ósigrað í gegnum deildina. Glæsilegur árangur hjá henni og liðsfélögum hennar en 8 lið skipa þessa deild. Þessi góði árangur varð svo til þess að liðið vann sér eitt af 64 sætum í NCAA mótinu, sem er keppni […]

Jólin koma brátt

Tíminn hefur flogið og allt í einu er kominn desember og stutt til jóla. Af því tilefni höfum við ákveðið að setja saman albúm með ÍA-vörum til sölu á facebooksíðu félagsins. Það er aldrei að vita nema hægt sé að finna þar eitthvað smálegt sem hentar vel í jólapakka ÍA-mannsins, ÍA-konunnar eða ÍA-krakkanna!   https://www.facebook.com/media/set/?set=a.1001449046563201.1073741944.154313987943382&type=3