ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Æfingaleikir hjá meistaraflokki karla og kvenna um helgina

Æfingaleikir hjá meistaraflokki karla og kvenna um helgina

11/12/15

#2D2D33

Núna um helgina munu meistaraflokkar bæði karla og kvenna taka á móti gestum hér í Akraneshöllinni.

 

Í kvöld, föstudag 11. desember, kl. 19:00 koma KR stelpur í heimsókn til meistaraflokks kvenna. Um er að ræða æfingaleik sem segja má að sé fyrsti liður okkar stelpna í undirbúningi fyrir átökin í Pepsi-deildinni næsta sumar.  KR-stelpur áttu á brattan að sækja í sumar en náðu þó að halda sér í deildinni og því getum við átt von á að vera í mikilli baráttu við þær næsta sumar. Þeim er þó ekki alls varnað, okkar stelpur hafa ekki náð að landa sigri gegn þeim í tveimur síðustu leikjum en nú gæti verið kominn tími til að breyta því.

 

Á morgun, laugardaginn 12. desember, kl. 11:00  taka strákarnir okkar á móti HK. Einnig er um æfingaleik að ræða. HK-ingar enduðu rétt fyrir neðan miðju í 1. deildinni síðastliðið sumar á meðan okkar strákar tryggðu sæti sitt í Pepsi-deildinni með eftirminnilegum og sannfærandi hætti. ÍA hefur haft yfirhöndina í innbyrðisviðureignum liðanna, en HK-ingar unnu þó síðasta leik liðanna, sem var í ágúst 2014. 

 

Stelpurnar eiga hugsanlega eftir að spila einn heimaleik í næstu viku en þetta verður siðasti heimaleikur strákanna á árinu. Síðast buðu þeir upp á flugeldasýningu á móti Gróttu. Við hvetjum alla sanna Skagamenn til að koma á leikina og fylgjast með okkar fólki frá byrjun. Það kostar ekki krónu inn!

Edit Content
Edit Content
Edit Content