ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Guðrún Valdís meistari með Princeton

Guðrún Valdís meistari með Princeton

04/12/15

#2D2D33

 Guðrún Valdís Jónsdóttir markvörður mfl.kvenna ÍA varð á dögunum meistari í Ivy League deildinni. Princeton liðið fór ósigrað í gegnum deildina.
Glæsilegur árangur hjá henni og liðsfélögum hennar en 8 lið skipa þessa deild. Þessi góði árangur varð svo til þess að liðið vann sér eitt af 64 sætum í NCAA mótinu, sem er keppni um bandaríska titilinn. Princeton, lið Guðrúnar vann Boston College í heimaleik í fyrstu umferðinni, 4-2, en tapaði í 32 liða úrslitunum á móti University of Southern California (10. besta liðinu í landinu) 3-0, en sá leikur var spilaður í Virginia.

 

“Þetta er mjög góður árangur fyrir Ivy League skóla, þar sem námskröfurnar og inntökuskilyrði eru strangari í þeim skólum en mörgum öðrum í Bandaríkjunum, en það var síðast árið 2005 sem Ivy League skóli komst lengra en í 2. umferð NCAA mótsins. Þetta var fyrsta tímabilið með nýju þjálfarateymi, þannig að árangurinn er frábær! Mjög mikið gert úr þessu hérna úti og maður fann fyrir miklum stuðningi frá öllum, nemendum, prófessorum, og öllum í íþróttadeildinni. Við fengum yfir 400 manns á heimaleikinn í fyrstu umferðinni, sem er nokkuð gott.
Núna er tímabilið búið og við bíðum bara eftir deildarmeistarahringunum sem við fáum í verðlaun fyrir titilinn” sagði Guðrún Valdís kampakát með árangur liðsins.

Edit Content
Edit Content
Edit Content