Ruðningur í Akraneshöll!
Þann 3. nóvember nk. taka Einherjar á móti ósigruðu sænsku 2. deildar liði Tyreso Royal Crowns í Akraneshöllinni Við hvetjum því alla til að koma niður í Akraneshöll á laugardaginn klukkan 16:00 og sjá alvöru amerískan fótbolta.
ÍA fær umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar
Þann 27. október síðastliðinn veitti Akraneskaupstaður einstaklingum og hópum, sem staðið hafa vel að því að fegra bæinn, umhverfisviðurkenningar . Fjölmargar tillögur bárust í ár frá íbúum Akraness til valnefndar og hlaut Íþróttabandalag Akraness viðurkenningu fyrir hóp vegna frumkvæðið að hreinsun í bænum af hálfu iðkenda og þjálfara aðildafélaga innan ÍA. Við erum afar stolt […]
Ráðstefnan „Jákvæð íþróttamenning”
Ráðstefnan „Jákvæð íþróttamenning“ verður haldin í Háskólanum í Reykjavík klukkan 13:00 til 16:00 þann 2. nóvember nk. Miðinn á ráðstefnuna kostar 2500 kr. og hægt er að kaupa miða hér. Sjá auglýsingu hér Vinnustofa í tengslum við jákvæða íþróttamenningu verður haldin 3. og 4. nóvember. Miðinn á vinnustofuna kostar 15.000 kr. – innifalið er ráðstefnan þann 2. nóvember, […]
Nýtt október fréttabréf frá KAK
Í nýju fréttabréfi frá Karatefélagi Akraness er að finna upplýsingar um vetrarfrí, gráðun og fleira. Smellið á hlekkinn til að lesa bréfið Fréttabréf KAK okt 2018
Skemmtisólarhringur UMFÍ
Ungmennaráð UMFÍ býður ungmennum 16 ára og eldri til þátttöku á sólarhingsviðburði föstudaginn 12. október. Dagskrá viðburðarins er fjölbreytt og skemmtileg en hún hefst klukkan 17:00 í Þjónustumiðstöð UMFÍ Sigtúni 42. Ástráður félag um forvarnarstarf læknanema mun hefja dagskrána með fyrirlestri um kynheilbrigði og umræðum um efni fyrlestursins. Ungmennaráð UMFÍ hefur veg og vanda af […]
Vel sóttur fyrirlestur um viðbrögð við ofbeldi í íþróttum
Mánudaginn 24. september fengum við Hafdísi Ingu Hinriksdóttur félagsráðgjafa til okkar en hún var með erindi fyrir starfsmenn, þjálfara og stjórnarmeðlimi aðildarfélaga ÍA. Fyrirlesturinn var um ofbeldi í íþróttum og hvernig bregðast eigi við ef slík mál koma upp og tengdist hann innleiðingu á stefnu og aðgerðaráætlun ÍA í málaflokknum. Hafdís Inga hefur mikla þekkingu á þessum […]
ÍA hlýtur styrk til að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi
Í dag tók Hildur Karen Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍA við styrk sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) veittu fimm félögum og ætlaðir eru til að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Sjá nánar á http://isi.is/frettir/frett/2018/09/27/fleiri-born/ Það verkefni sem ÍA hlaut brautargengi með snýst um að kortleggja íþrótta- […]
Styrktarsjóðir – sæktu um!
Nú er verið að auglýsa nokkra styrktarsjóði sem aðildarfélög ÍA geta sótt um í. Við hvetjum að sjálfsögðu öll aðildarfélög ÍA til að sækja um styrki í þessa sjóði. Þeir sem hafa nú þegar auglýst eftir umsóknum eru: Íþróttasjóður, umsóknarfrestur fyrir 1. október kl. 16:00 https://www.rannis.is/sjodir/umsoknarkerfi Þjálfarastyrkir ÍSÍ, umsóknarfrestur er til 5. október http://isi.is/frettir/frett/2018/09/14/Thjalfarastyrkir-auglystir-til-umsoknar/ Lýðheilsusjóður, […]
Þjálfarastyrkir auglýstir til umsóknar
Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 5. október og er upphæð hvers styrkjar að hámarki 100.000 krónur. Umsóknum skal skila […]
Skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara
ÍA ætlar að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara og aðstoðarþjálfara aðildarfélaga íþróttabandalagsins. Námskeiðið er ætlað þeim þjálfurum sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið. Námskeiðið verður haldið þann 8. október frá kl 17:00 – 21:00 […]