ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skemmtisólarhringur UMFÍ

Skemmtisólarhringur UMFÍ

04/10/18

170616_umfi_logo_lowres

Ungmennaráð UMFÍ býður ungmennum 16 ára og eldri til þátttöku á sólarhingsviðburði föstudaginn 12. október.

Dagskrá viðburðarins er fjölbreytt og skemmtileg en hún hefst klukkan 17:00 í Þjónustumiðstöð UMFÍ Sigtúni 42. Ástráður félag um forvarnarstarf læknanema mun hefja dagskrána með fyrirlestri um kynheilbrigði og umræðum um efni fyrlestursins.

Ungmennaráð UMFÍ hefur veg og vanda af verkefninu og mun leiða þátttakendur í gegnum allskyns leiki, ísbrjóta og óvæntar uppákomur. Allir velkomnir og það er frítt.

Dagskrá 12. október
16:30 Mæting í Þjónustumiðstöð UMFÍ – léttar veitingar.
17:00 Fyrirlestur og umræður
18:30 Matur
19:00 “Amazing Race” óvissuferð á gististað
• Þátttakendur hafa meðferðis svefnpoka/sæng og annað sem þeir telja mikilvægt að hafa meðferðis fyrir sólarhring.
22:00 Kvöldvaka og kósý

Laugardagur 13. október
9:00 Morgunmatur
9:30 Hópavinna
11:00 Tiltekt og frágangur fyrir brottför
13:00 Koma í Sigtún 42 Reykjavík

Skráningarfrestur er til 6. október.
Til að skrá ykkur þá sendið þið fullt nafn, kennitölu og símanúmer á ungmennarad@umfi.is. Eins ef þið hafið einhverjar spurningar þá ekki hika við að hafa samband. Viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus.

Edit Content
Edit Content
Edit Content