ÍA ætlar að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið fyrir þjálfara og aðstoðarþjálfara aðildarfélaga íþróttabandalagsins. Námskeiðið er ætlað þeim þjálfurum sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið.
Námskeiðið verður haldið þann 8. október frá kl 17:00 – 21:00 í hátíðarsalnum að Jaðarsbökkum og verður boðið uppá súpu og brauð í kvöldmat.
Þjálfarar geta skráð sig í netfanginu ia@ia.is eða hjá forsvarsmönnum félaganna í síðasta lagi 5. október