Góð mæting á fund um forvarnarmál

Góð mæting var á fund á vegum ÍA um forvarnarmál, en fundurinn er liður í fræðsluáætlun Íþróttabandalagsins. Til fundarins voru boðaðir forráðamenn og þjálfarar allra aðildarfélaga ÍA. Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi Velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar fór yfir tilkynningarskyldu og barnavernd og hvernig tilkynna skal eða nálgast mál sem teljast tilkynningarskyld. Heiðrún Janusardóttir  verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála […]

Tveir nýir Panna vellir teknir í notkun

Akraneskaupstaður í samstarfi við Íþróttabandalag Akraness og Knattspyrnufélag ÍA hafa keypt fjóra Panna velli. Um er að ræða litla átthyrnda fótboltavelli þar sem að hægt er að spila hraða og skemmtilega leiki, einn á móti einum. Miðvikudaginn 29. maí síðastliðinn voru fyrstu tveir vellirnir vígðir á sitthvorri skólalóðinni og mættu til leiks Arnar Már frá meistaraflokki […]

Fundur fyrir aðildarfélög ÍA

Mánudaginn 3. júní kl: 19:30 verður fundur í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum, Hátíðarsal og tengist efni hans fræðsluáætlun okkar sem aðildarfélög hafa skuldbundið sig til að fylgja. Það er því mjög mikilvægt að fulltrúar stjórnar aðildarfélag ÍA og þjálfarar mæti á fundinn. Látið vita í siðasta lagi sunnudaginn 2. júní um þátttöku frá ykkar félagi á ia@ia.is. Boðið […]

Fræðslubæklingar ÍSÍ

ÍSÍ hefur gefið út talsverðan fjölda af fræðslubæklingum um hin ýmsu málefni. Bæklingarnir eru bæði til útprentaðir á skrifstofu ÍSÍ en einnig á rafrænu formi http://isi.is/um-isi/utgafa/fraedslubaeklingar-isi/. Sannarlega þess virði að skoða hvort þarna sé efni sem hentar þér!

Hreyfivika á Akranesi

Aðildarfélög ÍA, Akraneskaupstaður, Heilsueflandi samfélag og UMFÍ bjóða þér að taka þátt í Hreyfiviku. Á Akranesi getur þú valið um 18 viðburði, allir gefa sína vinnu þannig að það er frítt að taka þátt, fyrir ALLA. Prófum eitthvað nýtt þessa vikuna! Hvað er í boði á Akranesi?    

Hreyfivika UMFÍ verður dagana 27. maí til 2. júní

Hreyfivika UMFÍ er ekki keppni og það kostar ekkert að taka þátt.  Markmið Hreyfiviku UMFÍ er að þátttakendur finni uppáhalds hreyfinguna sína, stundi hana reglulega í a.m.k. 30 mínútur á dag og hafi gaman af því að hreyfa sig með öðrum. Það er ekkert mál að standa fyrir viðburði í Hreyfiviku UMFÍ. Þetta getur verið […]

Flottir plokkarar á Akranesi

Í gær, miðvikudaginn 8. maí mætti glæsilegur hópur yfir 300 sjálfboðaliða frá 13 aðildarfélögum ÍA og hreinsaði rusl í bænum okkar eða plokkuðu eins og það er kallað. Áhersla var lögð á opin svæði og strandlengju og var svæðum skipt á milli félaga þannig að ekkert svæði yrði útundan. Það er skemmst frá því að […]