ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Hreyfivika UMFÍ verður dagana 27. maí til 2. júní

Hreyfivika UMFÍ verður dagana 27. maí til 2. júní

21/05/19

download

Hreyfivika UMFÍ er ekki keppni og það kostar ekkert að taka þátt.  Markmið Hreyfiviku UMFÍ er að þátttakendur finni uppáhalds hreyfinguna sína, stundi hana reglulega í a.m.k. 30 mínútur á dag og hafi gaman af því að hreyfa sig með öðrum.

Það er ekkert mál að standa fyrir viðburði í Hreyfiviku UMFÍ. Þetta getur verið áskorun á milli fyrirtækja og stofnana, viðburðir í skólunum, gönguferðir á fjöll og firnindi, opin íþróttaæfing, foreldrum boðið til æfinga og margt fleira. Það rúmast allt í Hreyfiviku UMFÍ.

Á heimasíðu vikunnar má sjá ýmis dæmi frá fyrri árum.

Þeir sem vilja gerast boðberar í Hreyfiviku UMFÍ geta skráð sig til þátttöku á www.hreyfivika.is. Þar er hægt að skrá viðburðinn og segja frá honum. UMFÍ fylgist með öllum viðburðum og segir frá þeim á vef UMFÍ (www.umfi.is) samfélagsmiðlum og sendir upplýsingar til fjölmiðla. Fjölmiðlar hafa einmitt sýnt Hreyfivikunni mikinn áhuga.

Hér getið þið séð það sem við buðum upp á, á síðasta ári, en þá buðu aðildarfélög ÍA upp á 20 fría viðburði, vel gert

https://iceland.moveweek.eu/events/2018/Akranes/

Edit Content
Edit Content
Edit Content