ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Góð mæting á fund um forvarnarmál

Góð mæting á fund um forvarnarmál

07/06/19

20190603_194810

Góð mæting var á fund á vegum ÍA um forvarnarmál, en fundurinn er liður í fræðsluáætlun Íþróttabandalagsins. Til fundarins voru boðaðir forráðamenn og þjálfarar allra aðildarfélaga ÍA.

Ingibjörg Gunnarsdóttir yfirfélagsráðgjafi Velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar fór yfir tilkynningarskyldu og barnavernd og hvernig tilkynna skal eða nálgast mál sem teljast tilkynningarskyld.

Heiðrún Janusardóttir  verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála Akraneskaupstaðar fór svo yfir helstu niðurstöður könnunar frá Rannsóknum og greiningu um vímuefnaneyslu unglinga á Akranesi sem lögð var fyrir í febrúar 2019.

Hlekkir á ítarefni:

Niðurstöður um vímuefnaneyslu unglinga á Akranesi

Hvað virkar í tóbaks-, áfengisog vímuforvörnum í skólum – Staðreyndablað

Útgefið efni Akraneskaupstaðar

Edit Content
Edit Content
Edit Content