Akraneskaupstaður í samstarfi við Íþróttabandalag Akraness og Knattspyrnufélag ÍA hafa keypt fjóra Panna velli. Um er að ræða litla átthyrnda fótboltavelli þar sem að hægt er að spila hraða og skemmtilega leiki, einn á móti einum. Miðvikudaginn 29. maí síðastliðinn voru fyrstu tveir vellirnir vígðir á sitthvorri skólalóðinni og mættu til leiks Arnar Már frá meistaraflokki karla og Veronica Líf frá meistaraflokki kvenna til að taka fyrstu leikina á þessum nýju völlum. Þá stendur til að setja einn völl á Merkutún og annan fyrir neðan Akraneshöllina hjá ærslabelgnum.
Sjá nánar á vef Akraneskaupstaðar