Dreyrafélagar gerðu sér glaðan dag.
Laugardaginn 11. mars s.l héldu Dreyrafélagar sína árlegu Góugleði í Æðarodda. Mynd: Riðið á móti sól á grænu ljósi á Stillholtinu Í tilfefni dagsins og til að sýna sig og sjá aðra brugðu nokkrir félagar sér í kaupsstaðinn til hátíðarbrigða. Áhugaljósmyndarinn Guðmundur Bjarki Halldórsson varð á vegi hestamanna og tók af þeim nokkrar myndir eins […]
Sumarbúðir Æskulýðsnefndar Alþjóðasambands Íslenska Hestsins (FEIF) – Belgía 2017
FEIF Youth Camp verður í Belgíu í sumar. Frábærar sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára. Umsóknarfrestur er til og með 3.apríl 2017 Á myndinni eru íslensku ungmennin ásamt fararstjórum sem tóku þátt í Youth Camp árið 2013 í Noregi, þar á meðal 2 unglingar frá Dreyra sem voru hæst ánægð með ferðina 🙂 Kynnið […]
Reiðnámskeið 18. mars með Daníel Jónssyni.
Hinn landsþekkti knapi, Daníel Jónsson verður með reiðnámskeið í reiðhöllinni á Litlu-Fellsöxl laugardaginn 18. mars n.k. Námskeiðið hentar þeim vel sem að stefna á gæðingakeppni og sýningu kynbótahrossa, og lika fyrir alla áhugasama sem vilja bæta sig og hestinn sinn. Þetta eru einkatímar sem kosta 10 þúsund krónur. Einnig er mögulegt fyrir 2 að vera […]
Framhaldsaðalfundur Dreyra 14. febrúar
Framhaldsaðalfundur Dreyra verður þriðjudaginn 14. febrúar 2017 Fundurinn hefst kl: 20 í félagsheimilinu á Æðarodda. -Dagskrá framhaldsaðalfundar verður skv. 7. grein laga félagsins og ársreikningur 2016 lagður fram til samþykktar. -Tillaga að lagabreytingu á 9. grein laga um starfsnefndir og nefndir . – (orðið kynbótanefnd tekið út) 9. grein Starfsnefndir og nefndir: Stjórn félagsins er […]
Jakob Svavar er íþróttamaður Dreyra og Ester Þóra valin efnilegust.
Aðalfundur Hestamannafélagsins Dreyra var haldinn 30. nóvember s.l. í félagsheimili hestamanna á Æðarodda. Á fundinum var farið yfir helstu atriði í starfi félagsins, breytingar á lögum félagsins samþykktar, kosið í stjórn og nefndir ásamt hefðbundnum aðalfundarliðum og að sjálfsögðu rætt um reiðhallarmál. Ágæt mæting var á fundinn og ánægjulegt að sjá hversu margir láta sig […]
Gamlársdagur á Æðarodda. Lokasmölun úr flóanum og heitt kakó :-)
31. desember, Gamlársdagur- Lokasmölun hrossa úr flóanum Stefnt er að því að byrja smölun kl 12 og vera komin með hrossin í Æðarodda kl 13. Félagsheimilið verður opið milli 12 – 14 og í boði heitt kakó og vöfflur með rjóma. (Verð: frjáls framlög í krús) Allir velkomnir til að fylgjast með hrossahópnum koma niður […]
Aðalfundur Dreyra er 30. nóvember í Æðarodda.
Aðalfundur Hestamannafélagsins Dreyra verður haldinn miðvikudaginn 30. nóvember n.k, kl 20 í Æðarodda. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt gildandi lögum félagsins. Stjórn mun leggja fram drög að breytingum á lögum félagsins. Tillögur að breytingum má finna hér hægra megin á síðunni undir “Lög Dreyra”. Nýir félagar velkomnir. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig á netfangalista félagsins […]
Jakob Svavar Sigurðsson gæðingaknapi ársins.
Dreyrafélaginn Jakob Svavar Sigurðsson var valinn gæðingaknapi ársins á uppskeruhátíð Landssambands Hestamannafélaga s.l laugardag. Jakob var tilnefndur í þremur flokkum af fjórum, þ.e sem gæðingaknapi, kynbótaknapi og íþróttaknapi ársins. Einnig kom hann til greina sem Knapi ársins. Glæsilegur árangur hjá Jakobi sem átti glæsilegt keppnisár. Í umsögn valnefndar segir: ” Gæðingaknapi ársins er Jakob Svavar […]
Landsmót á Hólum- góður árangur Dreyrafélaga
Keppendum Dreyra gekk ágætlega á nýafstöðnu landsmóti á Hólum í Hjaltadal. Í barnaflokki kepptu Unndís Ída á Dömu frá Stakkhamri og náðu einkunni 7.98 og Ester Þóra Viðarsdóttir á Ými frá Garðabæ með einkunina 8.27 og voru aðeins 0.08 frá því að komast í milliriðil. Vel gert hjá stelpunum á þeirra fyrsta stórmóti. Í ungmennaflokki […]
Landsmótið á Hólum í Skagafirði að hefjast
Á morgun hefst landsmót hestamanna. Mótið er haldið á Hólum í Hjaltadal en 50 ár eru síðan þar var síðast haldið landsmót. Á landsmótinu er keppt í öllum greinum gæðingakeppni, tölti og skeiði svo er einnig keppni kynbótahrossa. Mótið er alla vikuna og lýkur næsta sunnudag. Haldið var sérstakt úrtökumót í Borgarnesi fyrir 2 vikum […]