Á morgun hefst landsmót hestamanna. Mótið er haldið á Hólum í Hjaltadal en 50 ár eru síðan þar var síðast haldið landsmót. Á landsmótinu er keppt í öllum greinum gæðingakeppni, tölti og skeiði svo er einnig keppni kynbótahrossa. Mótið er alla vikuna og lýkur næsta sunnudag.
Haldið var sérstakt úrtökumót í Borgarnesi fyrir 2 vikum síðan með hinum vestlensku hestamannafélögunum og voru þar valdir keppendur Dreyra. Dreyri hefur heimild til að senda 2 keppendur í grein miðað við fjölda félaga, samkvæmt ákvörðun Landssambands Hestamanna.
(sjá úrslit úrtökumóts, http://www.hestafrettir.is/2016/06/11/urtaka-fyrri-landsmot-a-vesturlandi-fyrri-umferd/ og líka http://www.hestafrettir.is/2016/06/12/urslit-seinni-umferdar-vesturlandsurtoku-fyrir-lm-i-borgarnesi/)
En þau eru: í barnaflokki Ester Þóra Viðarsdóttir á Ými frá Garðabæ, og Unndís Ída Ingvarsdóttir á Dömu frá Stakkhamri. Í ungmennaflokki Viktoría Gunnarsdóttir á Kopari frá Akranesi og Svandís Lilja Stefánsdóttir á Abel frá Eskiholti. Í B-flokki gæðinga eru það Leifur Gunnarsson á Lausn frá Skipaskaga og Hanne Smidsang á Roda frá Syðri -Hofdölum. Í A-flokki gæðinga keppir svo Jakob Svavar Sigurðsson á Skýr frá Skálakoti. Jakob er einnig með 2 hesta í töltkeppni mótsins en aðeins 30 bestu töltarar landsins fá að taka þátt í samræmi við sérstakan stöðulista í tölti.
Dreyri óskar keppendum sínum góðrar velgengni 🙂
Hægt er að fylgjast nánar með mótinu á www.landsmot.is