Hinn landsþekkti knapi, Daníel Jónsson verður með reiðnámskeið í reiðhöllinni á Litlu-Fellsöxl laugardaginn 18. mars n.k.
Námskeiðið hentar þeim vel sem að stefna á gæðingakeppni og sýningu kynbótahrossa, og lika fyrir alla áhugasama sem vilja bæta sig og hestinn sinn.
Þetta eru einkatímar sem kosta 10 þúsund krónur.
Einnig er mögulegt fyrir 2 að vera saman í tíma.
Skráningar berist á dreyri@gmail.com fyrir miðvikudaginn 15. mars.
Á myndinni er Daníel Jónsson á stórgæðingnum Ölni frá Akranesi, á Landsmóti 2014.
——————————
Þess má einnig geta að það er annað reiðnámskeið í pípunum hjá okkur fyrir hinn almenna reiðmann í endann á mars/byrjun apríl og verður líka í höllinni í Litlu- Fellsöxl. Það verður auglýst um leið og við fáum staðfestingu frá reiðkennara.
Fræðslunefndin