ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Landsmót á Hólum- góður árangur Dreyrafélaga

Landsmót á Hólum- góður árangur Dreyrafélaga

05/07/16

Nokkvi-bikar-tolt

Keppendum Dreyra gekk ágætlega á nýafstöðnu landsmóti á Hólum í Hjaltadal.
Í barnaflokki kepptu Unndís Ída á Dömu frá Stakkhamri og náðu einkunni 7.98 og Ester Þóra Viðarsdóttir á Ými frá Garðabæ með einkunina 8.27 og voru aðeins 0.08 frá því að komast í milliriðil. Vel gert hjá stelpunum á þeirra fyrsta stórmóti.
Í ungmennaflokki hlaut Viktoría Gunnarsdóttir á Kopar frá Akranesi með einkunina 8.20 en því miður gekk sýning Svandísar Lilju Stefánsdóttur á Abel frá Eskiholti ekki upp.  Í B-flokki gæðinga fengu Lausn frá Skipaskaga og Leifur Gunnarsson 8.46 og Hanne Smidesang og Roði frá Syðri-Hofdölum 8.42 en komust ekki áfram í 30 hesta- milliriðil en til þess þurfti einkunina 8.58 sem sýnir hversu ótrúlega hörð keppnin var.

Dreyrafélaginn Jakob Svavar Sigurðsson var stórtækur á þessu móti og átti stóran kafla á eftirminnilegu landsmóti á Hólum.
Hann sigraði B-flokk gæðinga á Nökkva- frá Syðra Skörðugili með glæsieinkunina 9.21 og hann varð 2. í töltinu á Gloríu frá Skúfslæk með 8.89. En þess ber að geta að Jakob átti tvö hross (líka Júliu frá Hamarsey) sem unnu sér rétt til úrslita í töltinu en þurfti að velja á milli þeirra í 6 -hestaúrslitum. Jakob varð svo 3. í A-flokki gæðinga á Skýr frá Skálakoti með 8.92. Jakob sýndi einnig mörg kynbótahross á mótinu með úrvalsárangri. Landsmótið toppaði hann síðan með að fá verðlaun Félags Tamningamanna fyrir íþróttamannslega framkomu, prúðmennsku og fágaða reiðmennsku bæði í keppni og í sýningum á kynbótahrossum.

Stjórn Dreyra óskar Jakobi til hamingju með stórkostlegan árangur.

Jakob og Nökkvi á sætri sigurstundu í B-flokki gæðinga.

Ester Þóra, Unndís Ída og Viktoría gera sig klára fyrir hópreið mótsins.

Edit Content
Edit Content
Edit Content