Dreyrafélaginn Jakob Svavar Sigurðsson var valinn gæðingaknapi ársins á uppskeruhátíð Landssambands Hestamannafélaga s.l laugardag.
Jakob var tilnefndur í þremur flokkum af fjórum, þ.e sem gæðingaknapi, kynbótaknapi og íþróttaknapi ársins. Einnig kom hann til greina sem Knapi ársins. Glæsilegur árangur hjá Jakobi sem átti glæsilegt keppnisár.
Í umsögn valnefndar segir: ” Gæðingaknapi ársins er Jakob Svavar Sigurðsson
Jakob er þaulvanur keppnismaður í hestaíþróttum og lætur til sín taka í öllum greinum. Hann kom fjórum hestum inn á Landsmót í gæðingakeppninni og öll fóru þau í úrslit. Hæst þeirra fór hinn einstaki gæðingur Nökkvi frá Syðra-Skörðugili en þeir félagar stóðu uppi sem Landsmótssigurvegarar í B-flokki gæðinga. Sýningar Jakobs á Nökkva einkenndust af öryggi og fumlausu sambandi þeirra á milli sem undirstrikaði hæfileika hestsins. ”
Sjá nánar frétt hér: http://www.lhhestar.is/is/moya/news/arni-bjorn-er-knapi-arsins