Opið fyrir skráningar ÍA-Raf

Búið er að opna fyrir skráninga í Rafíþróttir hjá ÍA-Raf inni á Sportabler https://www.sportabler.com/shop/ia Æfingar byrja í febrúar, takmarkaður sætafjöldi er í boði. 14 geta verið í hóp í einu.

Þjálfari ársins hjá Fimleikasambandinu

Þjálfari ársins hjá Fimleikasambandi Íslands er Þórdís Þráinsdóttir. Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands fyrir árið 2022 fór fram í Laugardalshöll þann 5. janúar 2023. Árangri fimleika á Íslandi árið 2022 var fagnað og að venju var tækifærið nýtt til að veita ýmsar viðurkenningar til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til íslensku fimleikahreyfingarinnar. Þjálfari ársins kemur […]

Úrslit í kjöri íþróttamaður Akraness

Föstudaginn 6. janúar kl. 18:10 hefst útsending frá Garðavöllum þar sem úrslit í kjöri Íþróttamanns Akranes verður kynnt. https://www.youtube.com/@iatv/featured Öllu verður streymt á youtube rás ÍATV. Allir sem tilnefndir eru fá viðurkenningar. Mynd sem fylgir frétt er frá viðburði í fyrra.

Syndum saman

Syndum – Landsátak í sundi, er framhald af Íþróttaviku Evrópu. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.Síðustu ár hafa sýnt okkur með óyggjandi hætti að góð heilsa er ómetanleg.Það er margt sem við getum gert til að bæta og viðhalda líkama og […]

Æfingar hafnar í frjálsum íþróttum

Ungmennafélagið Skipaskagi verður með æfingar í frjálsum íþróttum á laugardögum í vetur. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum og kostar ekkert fyrst um sinn. Fyrsta æfing var laugardaginn 8. október 2022 Æfingatímar: 15 ára og yngri: kl. 10:00 – 10:50 16 ára og eldri: kl. 11:00 – 12:00 Allir velkomnir

Göngum í Skólann 2022

Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) hefjist en það verður sett ísextánda sinn 7. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólanndeginum miðvikudaginn 5. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sérvirkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt […]

Úrtökumót fyrir Landsmót

Úrtökumótið fyrir Landsmót 2022 (sem fer fram á  Hellu í byrjun júlí) var haldið í Borgarnesi 4. og 5. júní. Mótið var haldið sameiginlega með hestamannafélögunum  á Vesturlandi; Dreyra, Borgfirðingi, Glað og Snæfellingi.  Hestamannafélagið Dreyri hefur heimild til að senda 3 fulltrúa í hverjum flokki á Landsmótið. Hér eru niðurstöður mótsins fyrir Dreyrafélaga.: Barnaflokkur Anton […]

100 ára knattspyrnusaga Akraness

Í haust kemur út bókin Knattspyrnubærinn: 100 ára knattspyrnusaga Akraness eftir sagnfræðinginn og Skagamanninn Björn Þór Björnsson. Í bókinni verður saga knattspyrnunnar rakin allt frá því Knattspyrnufélagið Kári, fyrsta knattspyrnufélag Akraness, var stofnað árið 1922 og allt til dagsins í dag. Um er að ræða veglegt rit í stóru broti prýtt fjölda mynda sem tengist […]