Æfingar hafnar í frjálsum íþróttum

Ungmennafélagið Skipaskagi verður með æfingar í frjálsum íþróttum á laugardögum í vetur. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum og kostar ekkert fyrst um sinn. Fyrsta æfing var laugardaginn 8. október 2022 Æfingatímar: 15 ára og yngri: kl. 10:00 – 10:50 16 ára og eldri: kl. 11:00 – 12:00 Allir velkomnir

Göngum í Skólann 2022

Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) hefjist en það verður sett ísextánda sinn 7. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólanndeginum miðvikudaginn 5. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sérvirkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt […]

Úrtökumót fyrir Landsmót

Úrtökumótið fyrir Landsmót 2022 (sem fer fram á  Hellu í byrjun júlí) var haldið í Borgarnesi 4. og 5. júní. Mótið var haldið sameiginlega með hestamannafélögunum  á Vesturlandi; Dreyra, Borgfirðingi, Glað og Snæfellingi.  Hestamannafélagið Dreyri hefur heimild til að senda 3 fulltrúa í hverjum flokki á Landsmótið. Hér eru niðurstöður mótsins fyrir Dreyrafélaga.: Barnaflokkur Anton […]

100 ára knattspyrnusaga Akraness

Í haust kemur út bókin Knattspyrnubærinn: 100 ára knattspyrnusaga Akraness eftir sagnfræðinginn og Skagamanninn Björn Þór Björnsson. Í bókinni verður saga knattspyrnunnar rakin allt frá því Knattspyrnufélagið Kári, fyrsta knattspyrnufélag Akraness, var stofnað árið 1922 og allt til dagsins í dag. Um er að ræða veglegt rit í stóru broti prýtt fjölda mynda sem tengist […]