ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Þjálfari ársins hjá Fimleikasambandinu

Þjálfari ársins hjá Fimleikasambandinu

09/01/23

106A0844

Þjálfari ársins hjá Fimleikasambandi Íslands er Þórdís Þráinsdóttir.

Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands fyrir árið 2022 fór fram í Laugardalshöll þann 5. janúar 2023.

Árangri fimleika á Íslandi árið 2022 var fagnað og að venju var tækifærið nýtt til að veita ýmsar viðurkenningar til einstaklinga sem hafa lagt sitt af mörkum til íslensku fimleikahreyfingarinnar.


Þjálfari ársins kemur úr röðum Fimleikafélags ÍA í ár, en Þórdís Þöll Þráinsdóttir hlaut titilinn og er hún því Þjálfari ársins 2022.

Þórdís er vel af þessum titili komin en hún hefur starfað sem yfirþjálfari félagsins í 6 og hálft ár.

Á þessum tíma hefur hún unnið þýðingamikið starf í uppbyggingu félagsins þar sem hún átti mikinn þátt að móta starf og stefnu félagsins.
Þórdís spilaði einnig afar stórt hlutverk í því að bygging á nýju hópfimleikahúsi á Akranesi hafi orðið að veruleika, en það var tekið í notkun 2020.


Síðan Þórdís hóf störf sem yfirþjálfari félagsins hefur iðkenda fjöldi félagsins margfaldast og er félagið nú fjölmennasta iðkendafélag af 19 aðildafélögum ÍA.

Þórdís vinnur mjög óeigingjarnt starf í þágu Fimleikafélags ÍA, en svo virðist vera sem orðið ,,nei“ sé ekki til í hennar orðabók þegar kemur að því að veita aðstoð.

Hún er alltaf boðin og búin til að hjálpa – engin vandamál eru til, bara lausnir.

Hún er sterkur leiðtogi bæði þjálfarateymis og iðkenda. Þórdís hefur mikinn metnað fyrir þjálfun og gott auga fyrir æfingavali iðkenda sinna.

Fyrr á árinu tók Þórdís að sér að þjálfa stúlknalandslið Íslands í hópfimleikum þar sem liðið náði stórkostlegum árangri á Evrópumótinu og hafnaði í 3. sæti.

Þar að auki hefur hún setið í tækninefnd Fimleikasambandi Íslands í nokkur ár, nú sem formaður þeirrar nefndar, því jú hún vissulega virðist eiga fleiri klukkustundir í sólarhringnum en við hin.


Það er alltaf gott að leita til Þórdísar og er hún öðrum þjálfurum mikil fyrirmynd og teljum við hana eiga þennan titil og meira skilið.

Við óskum Þórdísi innilega til hamingju með titilinn og hlökkum til að fylgjast með henni í komandi framtíð.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content