Að halda góða fundi
Eitt það mikilvægasta í félagsstarfi er þekking á fundarsköpum. Hvenær eiga fundarsköp við og hvenær ekki? Hvert er hlutverk fundarstjóra? Hvernig virka breytingartillaga, frávísunartillaga og tilvísunartillaga á aðaltillögu? Öllu þessu og meiru til er svarað í nýju myndbandi sem Gunnar Jónatansson stjórnendamarkþjálfi gerði fyrir ÍSÍ. Myndbandið er hugsað til að auka þekkingu í íþróttahreyfingunni á […]
Hreyfivika 25. – 31. maí
Á Flórida-Skaganum eru allar vikur að sjálfsögðu hreyfivikur en mánudaginn 25, maí hefst formleg Hreyfivika þar sem boðið verður upp á fjölbreytta viðburði á Akranesi. Skagamenn hefa alltaf verið duglegir að bjóða uppá viðburði í Hreyfiviku og nýta sér þá og hvetjum við alla að athuga hvort þeir finni ekki eitthvað við sitt hæfi. Skoða […]
Dregið úr takmörkun á íþróttastarfi – þrekaðstaða opnuð
Mánudaginn 25. maí, verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í einu rými í stað 50 nú og heimilt verður að opna íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði. Í minnisblaði sóttvarnalæknis er jafnframt lagt til að engar sérstakar takmarkanir verði á íþróttastarfi en gæta þarf að hámarksfjölda […]
Fjölbreytt námskeið í sumar
Fjölbreytt námskeið verða í boði í sumar fyrir ungmenni á Akranesi. Nánari upplýsingar eru á vefnum skagalif.is https://www.skagalif.is/is/sumar-a-akranesi
76. Ársþing ÍA verður haldið mánudaginn 8. júní nk
76. Ársþing ÍA verður haldið mánudaginn 8. júní nk. kl: 19:30 í Hátíðarsal ÍA að Jaðarsbökkum en ársþinginu var frestað fyrr í vor vegna samkomubanns. Dagskrá þingsins verður samkvæmt lögum. Dagskrá ársþings ÍA er: a) Þingsetning b) Lögð fram kjörbréf fulltrúa c) Kosning þingforseta og ritara d) Kosning þriggja fulltrúa í kjörbréfanefnd og aðrar starfsnefndir […]
ÍSÍ greiðir til íþróttafélaga vegna áhrifa Covid-19
ÍSÍ hefur greitt til íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir króna af 450 milljón króna framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa Covid-19. Úthlutunin byggir á tillögum vinnuhóps sem ÍSÍ skipaði þann 25. mars sl. til að móta tillögur að skiptingu þeirra fjármuna sem renna frá ríkinu til íþróttahreyfingarinnar til að mæta áhrifum Covid-19 og samþykktar […]
Gildistími korta í þrek og sund
Vegna lokunar í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum vegna samkomubanns verður hægt að láta framlengja gildistíma korta í þrek og sund frá 20. – 22. maí og frá 24. – 27. maí nk.
Umfjöllun um ÍA á vef ÍSÍ
Skemmtileg frétt um ÍA á vef ÍSÍ þar sem rætt er við framkvæmdastjóra ÍA, fjallað um umhverfisdaginn, ÍATV og nýtt fimleikahús. https://isi.is/frettir/frett/2020/05/14/samstada-hja-ia/
UMFÍ úthlutar styrkjum
Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur úthlutað rétt tæpum 8,3 milljónum króna til 135 verkefna. Á meðal verkefna sem hlutu styrki nú voru 6 verkefni á Akranesi. Upplýsingar um alla styrkina má sjá á vef UMFÍ. Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf aðildarfélaga UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og […]
Stuðningur við íþrótta- og æskulýðsstarf vegna COVID-19
Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands verður falið að úthluta 450 milljóna kr. stuðningi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar til þess að mæta áhrifum COVID-19. Samningur þess efnis var undirritaður þann 30. apríl. Þá verður 50 milljónum kr. úthlutað til æskulýðsfélaga á grundvelli umsókna þeirra. Úthlutun mun bæði snúa að almennum og sértækum aðgerðum. Almennar aðgerðir munu taka mið […]