ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Stuðningur við íþrótta- og æskulýðsstarf vegna COVID-19

Stuðningur við íþrótta- og æskulýðsstarf vegna COVID-19

01/05/20

samning_ISI_2020_1

Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands verður falið að úthluta 450 milljóna kr. stuðningi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar til þess að mæta áhrifum COVID-19. Samningur þess efnis var undirritaður þann 30. apríl. Þá verður 50 milljónum kr. úthlutað til æskulýðsfélaga á grundvelli umsókna þeirra.

Úthlutun mun bæði snúa að almennum og sértækum aðgerðum. Almennar aðgerðir munu taka mið af reiknireglu og koma til framkvæmda strax. Sértækar aðgerðir felast í að fjármagni verði úthlutað vegna sérstakra viðburða, móta og keppnishalds sem ekki getur orðið af vegna COVID-19. Auglýst verður á vef ÍSÍ eftir umsóknum vegna þessa.

Nánar má lesa um málið á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Þar kemur einnig fram að fljótlega verði til umfjöllunar á Alþingi tillaga um 600 milljóna kr. aukafjárveitingu til sveitarfélaga vegna tímabundins stuðnings við fjölskyldur í erfiðri stöðu, svo tryggja megi jöfn tækifæri barna og ungmenna til íþrótta- og tómstundastarfs í sumar.

Edit Content
Edit Content
Edit Content