Eitt það mikilvægasta í félagsstarfi er þekking á fundarsköpum. Hvenær eiga fundarsköp við og hvenær ekki? Hvert er hlutverk fundarstjóra? Hvernig virka breytingartillaga, frávísunartillaga og tilvísunartillaga á aðaltillögu? Öllu þessu og meiru til er svarað í nýju myndbandi sem Gunnar Jónatansson stjórnendamarkþjálfi gerði fyrir ÍSÍ. Myndbandið er hugsað til að auka þekkingu í íþróttahreyfingunni á því hvernig fundarsköp nýtast í stjórnun funda. Myndbandið má nálgast hér https://vimeo.com/422397573 .
Þessu til viðbótar má benda á fjögur stutt myndbönd sem ÍSÍ gerði fyrir nokkrum árum í samvinnu við UMFÍ undir merkjum Betra félags. Öll fjalla myndböndin um hvernig halda á fundi og ólík hlutverk stjórnarmanna. Myndböndin má finna á slóðinni https://isi.is/fraedsla/betra-felag/