Aðalfundi Sigurfara lokið

Aðalfundi Sigurfara, siglingafélags Akraness er nýlokið. Eyjólfur M. Eyjólfsson formaður og einn aðalhvatamaður að stofnun klúbbsins gaf ekki kost á sér áfram, og er Guðmundur Benediktsson arftaki hans. Aðrir í stjórn eru Gísli J.Guðmundsson, Óskar Rafn Þorvaldsson, Anna Guðrún Ahlbrecht og Eiríkur Kristófersson. Stjórnin mun skipta með sér verkum á næsta stjórnarfundi. Meðal fundarefnis voru […]

Íslandsmót unglinga í keilu

Íslandsmót unglinga fór fram helgina 4. og 5. mars og mættu til leiks 37 ungmenni frá 4 félögum: ÍR, KFR, KFA og Þór. Það er skemmst frá því að segja að árangur Skagamanna var frábær og varð Arnar Daði Sigurðsson tvöfaldur Íslandsmeistari, í öðrum flokki og opnum flokki, Róbert Leó Gíslason varð Íslandsmeistari í 4.flokki pilta, […]

Góður árangur á kraftlyftingamóti

Kraftlyftingafélag Akraness átti 3 keppendur á byrjenda- og lágmarkamóti í Njarðvík sl. laugardag. Þau voru öll að stíga sín fyrstu skref á keppnispalli og stóðu sig öll mjög vel og náðu settum markmiðum og vel það. Helga Dögg Lárusdóttir keppti í -84kg flokki og tók seríuna 95kg í hnébeygju, 55kg í bekkpressu og 110kg í […]

Guðjón Finnbogason, heiðursfélagi ÍA er látinn

Guðjón Finnbogason, heiðursfélagi ÍA er látinn á nítugasta aldursári. Hann var í stjórn ÍA um árabil og var heiðursfélagi ÍA og Knattspyrnufélags ÍA. Þá voru honum veitt gullmerki ÍSÍ og KSÍ fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar á Íslandi. Hann lék á sínum ferli 111 leiki fyrir ÍA og var Íslandsmeistari 1951, 1953, 1954, 1957 og […]

Íslandsmeistari ungmenna í hnefaleikum

Hnefaleikafélag Akraness/ÍA hefur eignast nýjan Íslandsmeistara í ólympískum hnefaleikum. Bjarni Þór Benediktsson frá Hnefaleikafélagi Akraness kom, sá og sigraði andstæðing sinn Sólon Ísfeld frá hnefalekafélaginu Æsi í -64kg flokki ungmenna.  Viðureignin var mjög spennandi og tæknileg enda fengu þeir félagar sérstaka viðurkenningu að loknu móti fyrir tæknilegustu viðureign kvöldsins. Mjótt var á munum undir lokin […]

40 ára afmæli Badmintonfélags Akraness

Í tilefni af 40 ÁRA afmæli Badmintonfélags Akraness er öllum boðið að koma og þiggja veitingar með okkur í íþróttahúsinu á Vesturgötu þann 25. febrúar 2017 kl. 16:00, eftir að keppni er lokið á Landsbankamótinu. Hlökkum til að sjá ykkur öll Badmintonfélag Akraness

Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum

Dagana 23.-26. febrúar 2017 mun Hnefaleikasamband Íslands standa fyrir Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum og mun Bjarni Þór Benediktsson keppa í U17 64kg flokki fyrir hönd HAK/ÍA. Dagskráin er sem segir: Fimmtudagur 23. febrúar kl.19:30 – Fyrri undanviðureignir Staðsetning: HFH, Dalshrauni 10, Hafnarfirði Laugardagur 25. febrúar kl.15:00 – Seinni undanviðureignir Staðsetning: Mjölniskastalinn, Flugvallarvegur 3-3a, Rvk Sunnudagur 26. […]

Ríkharður Jónsson, fyrrverandi formaður ÍA látinn

Skagamaðurinn Ríkharður Jónsson, einn þekktasti íþróttamaður Íslands fyrr og síðar,  lést í gærkvöldi, 14. febrúar 2017. Ríkharður var fæddur 12. nóvember árið 1929. Ríkharður áttt einstakan knattspyrnuferil og hampaði m.a. sex Íslandsmeistaratitlum og var lykilmaður í íslenska landsliðinu um margra ára skeið. Ríkharður var formaður ÍA frá 1972-1977 og er heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness, Knattspyrnufélags ÍA […]

Ókeypis ráðgjöf í íþróttasálfræði

Iðkendum, þjálfurum, foreldrum/forráðarmönnum og stjórnarmönnum innan aðildarfélaga ÍA stendur nú til boða að nýta sér ráðgjöf á sviði íþróttasálfræði að kostnaðarlausu. Um er að ræða tímabundið verkefni sem styrkt er af Akraneskaupstað og ÍA. Hvað er í boði? Boðið verður upp á ráðgjöf fyrir íþróttamenn, lið og aðildarfélög og sniðið að þeirra eigin þörfum. Boðið […]

Frábært tækifæri fyrir áhugasama

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 16. júní-1.júlí n.k. Að þessu sinni er aðal umfjöllunarefnið íþróttastjórnun og ólympíuhreyfingin, en auk þess verður lögð áhersla á siðfræði og menntun. Flugferðir, gisting og uppihald eru […]