ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Góður árangur á kraftlyftingamóti

Góður árangur á kraftlyftingamóti

08/03/17

KraftIA

Kraftlyftingafélag Akraness átti 3 keppendur á byrjenda- og lágmarkamóti í Njarðvík sl. laugardag. Þau voru öll að stíga sín fyrstu skref á keppnispalli og stóðu sig öll mjög vel og náðu settum markmiðum og vel það.

Helga Dögg Lárusdóttir keppti í -84kg flokki og tók seríuna 95kg í hnébeygju, 55kg í bekkpressu og 110kg í réttstöðu með 260kg í samanlögðu og endaði með bronsið í ansi sterkum flokki.

Fannar Björnsson keppti í -74kg flokki og lyfti hann seríuna 107,5kg í hnébeygju, 75kg í bekkpressu og 125kg í réttstöðu og með 307,5 í samanlögðu og tryggði þetta honum  gullið í flokknum .

Hákon Konráðsson keppti í 105 kg flokki og lyfti hann seríuna 150kg í hnébeygju, 120kg í bekkpressu 200kg í réttstöðu og var hann með 470kg í samanlögðu sem tryggði honum gullið í sínum flokki.

Þess má einnig geta að hann Fannar var yngsti keppandinn á mótinu en hann varð 14 ára aðeins 2 vikum fyrir mótið en það er lágmarksaldur til að mega keppa í kraftlyftingum.

Á þessu móti var einnig haldið dómarapróf og áttum við einn kandídat þar, Arnar Harðarson, sem stóðst prófið með topp einkunn .

Það má með sanni segja að þetta hafi verið góð helgi hjá félaginu. 

Edit Content
Edit Content
Edit Content