Íslandsmeistari í klifri

Skagastúlkur voru sigursælar á Íslandsmeistaramótinu í klifri um liðina helgi 13-14 nóv., þegar fjórða og síðasta mót grjótglímu mótaraðarinnar (e. bouldering) fór fram. Þórkatla Þyrí Sturludóttir  varð Íslandsmeistari í C flokki (stúlkur fæddar 2008 og 2009) og Ester Guðrún Sigurðardóttir náði silfri í sama flokki. Silvía Þórðardóttir landaði einnig silfur verðlaunum í B flokki (stúlkur […]

Þreksalur – skráningarskylda og takmarkanir

ÍA vill vekja athygli á takmörkunum í þreksölum á Jaðarsbökkum vegna mikilla smita í samfélaginu. Vegna þrengsla í þreksölum á Jaðarsbökkum verðum við að grípa til takmarkanna. Það verður skráningarskylda frá og með morgundeginum 13. nóvember , en einnig fjöldatakmarkanir. Salur 2 / Gervigrassalur verður lokaður almenningi og einungis þeir sem skráðir eru í tímatöflu […]

Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra

Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Reglugerðin mun gilda 13. nóvember – 8. desember nema annað verði tilgreint.  Eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttahreyfinguna:  Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns og heimilt verður að hafa allt að 50 manns á æfingum og í keppni. Grímuskylda mun gilda þar sem ekki verður hægt […]

Tökum þátt og syndum

Nú stingum við okkur til sunds og syndum hringinn í kringum landið! ÍA hvetur Skagamenn til þess að taka þátt í landsátaki í sundi og skrá ykkar vegalengd í hvert skipti sem þið syndið inn á www.syndum.is Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér […]

Opnum á ný

Ákveðið hefur verið að opna allt aftur hjá ÍA Þreksalir á Jaðarsbökkum opna kl. 6 mánudaginn 8. nóvember. Viljum við minna á 1 meters fjarlægðarmörk gilda og viljum við biðja fólk um að virða það. Allir þurfa að passa upp á sínar persónulegu sóttvarnir og fara varlega. Áfram ÍA  

Þreksalir á Jaðarsbökkum loka aftur

Því miður verðum við að tilkynna lokun á þreksölum á Jaðarsbökkum. Þreksalur lokar frá og með kl. 14:00 í dag, fimmtudag 04.11.2021 til mánudagsins 08.11.2021. Þetta er gert vegna stöðunnar sem upp er komin á Akranesi. Vonumst til þess að geta opnað aftur kl. 06 á mánudagsmorgun þann 8. nóvember  

Allar æfingar falla niður í ljósi stöðunnar á Akranesi

Í ljósi stöðunnar sem upp er komin á Akranesi, ætlum við að sýna samfélagslega ábyrgð og fella ALLAR æfingar niður frá með núna fimmtudaginn 4.11.2021 til mánudagsins 8.11.2021 hið minnsta. Þetta er gert til þess að lágmarka enn frekari útbreiðlsu á smitum eins og hægt er. Við viljum ná utan um verkefnið eins vel og […]

Stofnþing Klifursambands Íslands

Stofnþing Klifursambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal  27. september 2021. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 34 talsins. Sex íþróttahéruð og sex íþróttafélög áttu þingfulltrúa á þinginu. Manuela Magnúsdóttir var kjörin fyrsti formaður sambandsins en aðrir í stjórn Klifursambandsins voru kjörin til tveggja ára þau Rúna Thorarensen og Vikar Hlynur […]

Skemmtilegur fyrirlestur á morgun 22. september

Byrjum hreyfiviku ÍSÍ á því að hreyfa hausinn og hlusta á fyrirlestur. Dr. Viðar Halldórsson prófessor í íþróttafélagsfræði kemur og  flytur fyrirlestur um áhugaverð málefni tengt íþróttum, áhugahvöt, samskiptum og fleira. Verður í  Frístundamiðstöðinn við Garðavelli. Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 22. September kl. 20:00, heimilt er að vera á staðnum á meðan húsrúm leyfir og […]