Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Reglugerðin mun gilda 13. nóvember – 8. desember nema annað verði tilgreint.
Eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttahreyfinguna:
- Almennar fjöldatakmarkanir verða 50 manns og heimilt verður að hafa allt að 50 manns á æfingum og í keppni.
- Grímuskylda mun gilda þar sem ekki verður hægt að viðhafa 1 metra fjarlægð frá ótengdum aðilum. Sem fyrr þarf ekki að nota grímu við íþróttaiðkun.
- Börn fædd 2016 og fyrr verða undanþegin grímuskyldu, fjölda- og nálægðartakmörkunum.
- Heimilt verður að hafa allt að 500 manns í áhorfendasvæðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er m.a. varðar skráningu, notkun hraðprófa og grímunotkun.
- Þar sem hraðpróf eru ekki notuð fyrir áhorfendur er heimilt að hafa að hámarki 50 manns í hverju rými svo lengi sem allar reglur um sóttvarnir eru virtar.
- Óheimilt verður að selja veitingar í hléi.
- Gestafjöldi á sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum má vera allt að 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi.
- Skíðasvæðum er heimilt að taka á móti 75% af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis.
ÍSÍ – Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands
UMFÍ