Árgangur 1985

Það styttist óðum í að flautað verði til leiks í Árgangamóti ÍA en það mun fara fram 14. nóvember næstkomandi en leikið verður í Akraneshöllinni. Á hverju ári bætast við ný andlit með nýjum árgöngum en í þetta skiptið munu nýliðarnir karlamegin verða hinn glæsilegi árangur 1985. Á næstu dögum munum við taka púlsinn á […]

Samið við fjóra unga og efnilega leikmenn

Í dag skrifuðu fjórir ungir og efnilegir leikmenn undir sinn fyrsta samning við ÍA.  Þetta eru þeir Arnór Sigurðsson 16 ára, Árni Þór Árnason, Hafþór Pétursson og Steinar Þorsteinsson, sem allir eru 18 ára á árinu.  Þeir hafa allir æft að hluta til með meistaraflokki ÍA og Arnór og Steinar spiluðu sínar fyrstu mínútur í […]

Páll Gísli framlengir samning við ÍA

Páll Gísli Jónsson markvörður hefur framlengt samning sinn við ÍA um tvö ár og gildir hann út tímabilið 2017. Páll Gísli er 32 ára og á að baki 112 leiki fyrir meistaraflokk ÍA. Páll Gísli er einn reynslumesti leikmaður liðsins en hann hefur leikið með Skagaliðinu frá árinu 2001. Árin 2003 og 2004 lék hann […]

Varðandi frétt um æfingagjöld í knattspyrnu

Fimmtudaginn 22. október birti mbl.is frétt um verðkönnun á æfingagjöldum sem Verðlagseftirlit ASÍ tók saman um æfingagjöld hjá  4. og 6. flokki. Eins og sjá má á töflu sem fylgir með fréttinni eru æfingagjöld hjá Knattspyrnufélagi ÍA með þeim hæstu af þeim félögum sem taflan nær til. Í viðhengi með fréttinni er tekið fram að […]

Foreldraæfingar

Næsta miðvikudag, þann 28. nóv, verður foreldraæfing hjá karateskólanum. Foreldrar mega þá mæta með börnunum á æfingu og vera með. Það átti að vera foreldraæfing í dag hjá framhaldshópum en vegna athyglisskorts hjá þjálfurum ætlum við að færa hana fram á næsta mánudag, 2.október 🙂 Vonandi sjáum við sem flesta foreldra á báðum æfingum.

Guðbjartur Hannesson látinn.

Guðbjartur Hannesson, eða Gutti eins og hann var jafnan kallaður lést  í morgun (23. 10.) eftir erfið veikindi. Gutti var félagi í Knattspyrnufélagi ÍA. Hann var mikill áhugamaður um knattspyrnu og einlægur stuðningsmaður ÍA, bæði sem almennur félagi, stjórnarmaður og bæjarfulltrúi. Gutti sat um skeið í stjórn kvennanefndar Knattspyrnufélagsins.    Gutti fór á alla leiki […]

Lokahóf Knattspyrnufélags ÍA 2015

Lokahóf KFÍA fór fram á Gamla Kaupfélaginu í gærkvöldi.  Þar skemmti fólk sér vel og fagnaði góðum árangri í sumar.  Margvíslegar þakkir og viðurkenningar voru veittar á hófinu og fengu eftirtaldir aðilar verðlaun: Mfl.kk Bestur:          Ármann Smári Björnsson Efnilegastur: Albert Hafsteinsson Mfl.kvk Best:          Unnur Ýr Haraldsdóttir Efnilegust:  Aníta Sól Ágústsdóttir Bestu leikmenn að mati stuðningsmanna: […]

Nokkur pláss laus á námskeiði fyrir börn fædd 2010

Nokkur pláss eru laus á nýju sundnámskeiði fyrir börn fædd 2010.Námskeiðið er á þriðjudögum kl. 18:15. 9 tímar kosta 9.900 kr. og kennari er Hlín Hilmarsdóttir Nánari upplýsingar, hildurkaren@sundfelag.com

Um Donnabikar og Stínubikar

Þriðjudaginn 6. Október síðastliðinn voru reglur um veitingu Donnabikars og Stínubikars samþykktar, en reglurnar má finna hér:  http://www.kfia.is/um_kfia/reglur_kfia/   Donnabikar sem gefinn var af afkomendum Halldórs Sigurbjörnssonar (Donna) hefur verið afhentur frá árinu 1985 þeim leikmanni yngri flokka sem þótt hefur sýna bestan árangur á síðastliðnu ári að mati þjálfara flokkanna og yfirþjálfara félagsins. Hingað […]