ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Páll Gísli framlengir samning við ÍA

Páll Gísli framlengir samning við ÍA

28/10/15

#2D2D33

Páll Gísli Jónsson markvörður hefur framlengt samning sinn við ÍA um tvö ár og gildir hann út tímabilið 2017. Páll Gísli er 32 ára og á að baki 112 leiki fyrir meistaraflokk ÍA. Páll Gísli er einn reynslumesti leikmaður liðsins en hann hefur leikið með Skagaliðinu frá árinu 2001. Árin 2003 og 2004 lék hann fyrir Breiðablik en annars hefur hann leikið allann sinn feril með ÍA.

 

Jón Þór Hauksson yfirþjálfari ÍA og aðstoðarþjálfari mfl.karla er hæstánægður með þessi tíðindi “Páll Gísli er mjög þýðingarmikill í okkar hópi. Auk hans miklu reynslu þá er hann enn góður markvörður í efstu deild á Íslandi. Páll Gísli hefur einnig komið að þjálfun yngri markvarða í félaginu og hefur auk þess unnið náið með Árna Snæ og á því mikinn þátt í hversu vel Árni lék í sumar. Það er því afar mikilvægt fyrir okkur að Palli hafi framlengt samning sinn”.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content