ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Guðbjartur Hannesson látinn.

Guðbjartur Hannesson látinn.

23/10/15

#2D2D33

Guðbjartur Hannesson, eða Gutti eins og hann var jafnan kallaður lést  í morgun (23. 10.) eftir erfið veikindi. Gutti var félagi í Knattspyrnufélagi ÍA. Hann var mikill áhugamaður um knattspyrnu og einlægur stuðningsmaður ÍA, bæði sem almennur félagi, stjórnarmaður og bæjarfulltrúi. Gutti sat um skeið í stjórn kvennanefndar Knattspyrnufélagsins.

  
Gutti fór á alla leiki sem hann átti tök á, jafnt hjá körlum og konum sem og yngri flokkum ÍA. Þrátt fyrir veikindin gat hann farið á síðustu heimaleiki ÍA í sumar og gantaðst með það að hann hafi verið taplaus í þeim leikjum. Toppurinn var þegar mfl. kvenna hampaði bikarnum fyrir sigur liðsins í 1. deild.
Gutti var hvers manns hugljúfi, hans verður sárt saknað.

 

Knattspyrnufélag ÍA sendir fjölskyldu Gutta innilegar samúðarkveðjur.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content