Íþróttamaður Akraness 2012.
Kæru Akurnesingar og nærsveitungar,íþróttamaður Akraness verður valinn á morgun,þrettándanum. Þar á Jófríður Ísdís Skaftadóttir möguleika á titlinum,í glæsilegum hópi íþróttamanna. Mætum öll og styðjum við okkar flottu fyrirmyndir. Íslandi allt !
Jólamót Keilufélags Akraness
Jólamót Keilufélags Akraness 2012 var haldið 29.des. í Keilusal Akraness. Alls kepptu 27 manns og lögðu nokkrir það á sig að koma úr Reykjavík þrátt fyrir vonsku veður. Keppt var með og án forgjafar og voru veitt verðlaun fyrir hæsta leik með og án forgjafar, hæstu seríu með og án forgjafar og flestar fellur í […]
Jólamót Keilufélags Akraness
Jólamót Keilufélags Akraness fer fram Laugardaginn 29 desember sjá auglýsingu.
Gestabókin sótt á Guðfinnuþúfu
Farið var á Guðfinnuþúfu og gestabókin sótt. Mikil aukning hefur verið í ferðum á Guðfinnuþúfu frá því í fyrra er við settum bók þar fyrst upp. 890 færslur voru í bókinni frá því 22.júní sl. Skipaskagi veitir verðlaun þeim sem skrifa oftast í bókina og svo eru veitt verðlaun af handahófi. Vinningshafar í ár eru: […]
ACBC box cup í Gautaborg
Fjórir iðkendur frá hnefaleikafélagi Akraness tóku þátt á einu stærsta áhugamannamóti í Evrópu sem haldið var í Gautaborg dagana 2-4 nóvember. Þeir Hróbjartur Árnason, Arnór Már Grímsson, Gísli Kvaran og Marínó Elí Gíslason Waage voru hluti af 35 manna íslensku liði og voru þátttakendur frá Íslandi í öllum aldursflokkum, sá yngsti 12 ára. Skagamennirnir mættu […]
Flott frammistaða hjá HAK-mönnum
Hnefaleikafélag Akraness tefldi fram tveimur keppendum á fyrsta hnefaleikamóti ársins sem var á vegum HR/Mjölnir í Mjölniskastalanum í gærkvöldi. Frá Akranesi tóku þeir Arnór Már Grímsson (64kg) og Hróbjartur Trausti Árnason (75kg) þátt. Arnór Már mætti Þránni Sigurðsyni frá HR/Mjölni og átti í litlum vandræðum með hann, enda Arnór Már einn reynslu mesti hnefaleikakappi landsins […]
Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu
Dagana 8. Og 9. Sept. var haldið Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Nokkrir skagamenn skráðu sig í mótið og er skemmst frá því að segja að í 1.sæti var Kristján Arne Þórðarson og í 2. Sæti var Þorleifur Jón Hreiðarsson ,báðir í Keilufélagi Akraness. Reykjavíkurmeistari í keilu var Hafþór Harðarson ÍR en […]
Opið hús hjá HAK
Föstudaginn 24.ágúst verður opið hús hjá okkur í kjallaranum í íþróttahúsinu við Vesturgötu frá klukkan 17:00 – 18:30. Þjálfarar og leiðbeinendur verða á staðnum og munu leiðbeina fólki og svara spurningum. Endilega mætið og kynnið ykkur frábæra íþrótt. Heitt á könnunni.
Æfingar HAK að hefjast og heimasíða uppfærð
Eftir gott sumarfrí og flottar breytingar á æfingarýminu okkar, munum við hefja æfingar að fullu skv. nýrri stundatöflu, mánudaginn 27.ágúst nk. Nýja stundataflan er komin á síðuna (með fyrirvara um smávægilegar breytingar). Við hvetjum alla sem áhuga hafa að kíkja við á æfingu og kynna sér þessa frábæru íþrótt.
Unglingalandsmót á Selfossi 2012
Opið er fyrir skráningar á 15 unglingalandsmót UMFÍ sem verður haldið á Selfossi 3-5 ágúst n.k. Glæsileg aðstaða er á Selfossi og m.a. verður tekið í notkun nýtt og glæsilegt tjaldstæði. Keppnissvæðið er í hjarta bæjarins og stutt á milli svæða,tilvalið er að taka hjólið með sér. Keppnisgreinar verða eftirfarandi: Knattspyrna,körfubolti,frjálsar íþróttir,fimleikar,dans,motokross,hestaíþróttir,skák,golf,glíma,íþróttir fatlaðra,taekvondo og starfsíþróttir.