Jakob er heimsmeistari í tölti !

Heimsmeistaramót íslenska hestsins fór fram í Hollandi í síðustu viku. Mótið er haldið á tveggja ára fresti. Okkar maður Jakob Svavar var valinn í landsliðið til keppni í tölti og fjórgangi á hestagullinu Gloríu frá Skúfslæk. Þau urðu 8.  í fjórgangi  og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu síðan töltið með yfirburðum (8.94) og […]

Íslandsmót golfklúbba 2017: 1. deild karla og kvenna

Karla – og kvennalið Leynis léku um helgina í efstu deild á Íslandsmóti golfklúbba 2017.

Karlaliðið lék á Kiðjabergsvelli og endaði liðið í 5. sæti af alls 8 klúbbum sem léku í efstu deild og leika þeir að ári í efstu deild. Kvennaliðið lék á heimavelli í efstu deild kvenna og endaði í 7. sæti af alls 8 klúbbum sem léku í efstu deild sem þýðir að þær spila í 2.deild að ári.

Sætur sigur á Norðurálsvellinum

Stelpurnar okkar í meistaraflokki unnu stórsigur á Hömrunum frá Akureyri hér á Norðurálsvellinum fyrr í dag. Lokatölur urðu 5-0. Það

Leikdagur á Norðurálsvelli

Í dag, laugardaginn 12. ágúst, taka stelpurnar okkar á móti Hömrunum frá Akureyri í 1. deild kvenna. Leikurinn hefst kl.

Norðurálsmót Dreyra 19. – 20. ágúst 2017

Norðurálsmót – Hestaiþróttamót Dreyra 19.-20. ágúst 2017. Íþróttamót hestamannafélagsins Dreyra verður haldið í Æðarodda, við Akranes dagana 19.-20. ágúst n.k. Hvenær mótið hefst og nánar um dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir. Upplýsingar verða kynntar á vefmiðlum hestamanna. Keppnisgreinar: Fimmgangur. 1. flokk, 2. flokk minna vanir, ungmennaflokk, unglingaflokki opinn flokkur Fjórgangur í 1. flokk, […]

John Garner gestakennari hjá GL

Golfklúbburinn Leynir býður John Garner velkominn sem PGA gestakennara á Garðavelli. Hann þarf varla að kynna fyrir íslenskum golfurum en hann var m.a. landsliðsþjálfari Íslands ofl. þjóða. Bæði Birgir Leifur og Þórður Emil ásamt fleiri kylfingum frá Akranesi eru fyrrverandi nemendur hans.

John hefur helgað sig golf íþróttinni í áraraðir og nú í ágúst gefst frábært tækifæri á að nýta sér snilli hans til að laga sveifluna. John mun bjóða uppá einkatíma þar sem fólk getur hringt í hann og pantað tíma – sem og hópkennslu þar sem hægt verður að skrá sig á skrifstofu klúbbsins.

Tímabókanir í síma: 832-7889 eða email: johngarnergolf@gmail.com