ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn töpuðu fyrir Grindvíkingum í baráttuleik

Skagamenn töpuðu fyrir Grindvíkingum í baráttuleik

14/08/17

#2D2D33

Meistaraflokkur karla mætti Grindavík í fimmtándu umferð Íslandsmótsins sem fram fór við sæmilegar aðstæður á Grindavíkurvelli.

Grindvíkingar voru öflugri framan af fyrri hálfleik og byrjuðu snemma að pressa mikið á vörn ÍA. Skagamenn beittu frekar skyndisóknum og voru óheppnir að skora ekki á 12. mínútu þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson átti gott skot sem fór rétt framhjá markinu.

Nokkur hálffæri sköpuðust eftir það en það voru heimamenn sem ógnuðu mun meira og áttu þeir nokkur mjög góð færi sem misfórust. Var staðan í hálfleik því 0-0.

Skagamenn hófu seinni hálfleik af krafti og náðu að skora á 51. mínútu þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson átti gott skot sem fór í fjærhornið.

Grindvíkingar fóru í framhaldinu að sækja stíft og þeir uppskáru mark á 64. mínútu þegar Andri Rúnar Bjarnason skoraði úr vítaspyrnu sem hafði verið dæmd á varnarmann ÍA.

Skagamenn héldu áfram að sækja og á 68. mínútu var dæmd aukaspyrna rétt fyrir utan vítateig Grindavíkur. Spyrnuna tók Garðar Gunnlaugsson og hann skoraði með glæsilegu skoti í hornið yfir varnarvegginn.

Grindvíkingar gerðu allt sem þeir gátu til að jafna metin aftur og á 80. mínútu var dæmd vítaspyrna á varnarmann ÍA fyrir bakhrindingu, sem var frekar ódýr dómur. Andri Rúnar Bjarnason skoraði svo úr vítaspyrnunni.

Á 84. mínútu náðu Grindvíkingar svo forystu í leiknum þegar Juan Ortiz skoraði með góðu skoti eftir sókn heimamanna þar sem þeir náðu að spila sig í gegnum vörn ÍA.

Skagamenn gerðu allt sem þeir gátu til að jafna metin en þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir tókst það ekki, jafnvel þó Juan Ortiz væri rekinn útaf í uppbótartíma fyrir sitt annað gula spjald. Grindvík vann því leikinn 3-2.

Næsti leikur ÍA er svo gegn ÍBV sunnudaginn 20. ágúst kl. 16:00 á Norðurálsvelli.

Edit Content
Edit Content
Edit Content