ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Tryggvi Hrafn Haraldsson leikmaður ÍA fer til Halmstadt BK í Svíþjóð

Tryggvi Hrafn Haraldsson leikmaður ÍA fer til Halmstadt BK í Svíþjóð

10/08/17

#2D2D33

Tryggvi Hrafn Haraldsson leikmaður ÍA fer til Halmstadt BK í Svíþjóð.

 

Knattspyrnufélag ÍA og sænska liðið Halmstad BK hafa náð samningum um félagaskipti Tryggva Hrafns Haraldssonar. Tryggvi er 21 árs sóknarmaður sem kom inn í lið Skagamanna undir lok tímabilsins 2015 og hefur hann alls spilað 33 leiki í efstu deild og skorað í þeim 6 mörk. Nú er hins vegar ljóst að hann færir sig um set þar sem hann hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við sænska félagið.

 

“Halmstad hafði samband við félagið eftir KR leikinn í vikunni með ósk um að kaupa Tryggva Hrafn og eftir viðræður milli liðanna í gær varð úr að Knattspyrnufélag ÍA samþykkti þeirra tilboð í Tryggva. Vissulega er mikill missir af Tryggva en við erum með sóknarmenn innan okkar raða sem munu fylla skarð hans.  Stjórn Knattspyrnufélags ÍA er ánægð fyrir hönd Tryggva sem á sannarlega framtíðina fyrir sér. Það ber vott um að stefna félagsins er að skila árangri að á rúmu einu ári hafa 5 leikmenn spilað með U21 landsliðinu, 2 með A landsliðinu og 2 leikmenn hafa verið seldir í atvinnumennsku.“ segir Magnús Guðmundsson formaður KFÍA.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content