Íslandsmeistaramót 2016 Ágúst Júlíusson tvöfaldur íslandsmeistari.
Íslandsmeistaramót 2016. Ágúst Júlíusson tvöfaldur íslandsmeistari. Að lokinn góðri helgi hjá SA er óhætt að segja að sundfólkið okkar stóð sig frábærlega í lauginni. Ágúst Júlíusson varð íslandsmeistari í bæði 50 og 100m flugsundi, bæði sundin á nýju Akranesmeti og undir lágmörkum fyrir Norðurlandameistaramót sem fram fer 8. – 12. desember í Kolding, Danmörku. Ágúst […]
Íslandsmeistaratitill hjá Ágústi.
Ágúst Júlíusson varð Íslandsmeistari í dag í 100m flugsundi á frábærum tima 54,55 sek og er það nýtt Akranesmet, hann bætti 5 ára gamalt met um 0,21 sek. Sævar Berg var að gera góða hluti í 200m bringusundi og hreppti silfrið, hann var aðeins 0,02 sek. frá Íslandsmeistaranum. Aðrir sundmenn eru lika að standa sig […]
Frábærum degi hjá sundfólkinu okkar á IM er lokið með góðum bætingum og verðlaunasætum.
Frábærum degi hjá sundfólkinu okkar á IM er lokið með góðum bætingum og verðlaunasætum. Ágúst Júliusson synti á nýju Akranesmeti í 50m skriðsundi á tímanum 23,42 og bætti eldra met sitt um 0.47 sek. og hafnaði hann í öðru sæti. Sævar Berg Sigurðsson vann brons í 100m bringusundi. Brynhildur Traustadóttir bætti tímann sinn um heilar […]
Íslandsmeistaramótið í 25m laug hefst á morgun föstudag í Ásvallalaug í Hafnafirði.
Íslandsmeistaramótið í 25m laug hefst á morgun föstudag í Ásvallalaug í Hafnafirði. Undanrásir byrja kl. 9.30 og úrslit eru kl. 16.30 og er sama tímasetning alla helgina. Sundmenn hafa æft vel alveg frá æfingarbúðum á spáni í haust og koma því vel undirbúin fyrir helgina. Að venju lét snjórinn og kuldinn sjá sig í vikunni […]
Skagamenn í fimmta sæti í Bikarkeppni SSÍ
Um liðna helgi var Bikarmót Sundsambands Íslands haldin í Reykjanesbæ. Margir af sterkustu sundmönnum Íslands syntu á mótinu. Sundfélag Akraness sendi bæði kvenna- og karlalið og var gengi þeirra framar vonum en bæði liðin urðu í fimmta sæti. Hvað stigafjölda varðar er árangurinn á mótinu í ár sá besti síðastliðin átta ár. Margir sundmennirnir bættu […]
Nýtt Akranesmet i 100m fjórsundi
Um helgina tóku nokkrir af elstu krökkunum þátt í Ármannsmóti. Ágúst Júlíusson íþróttamaður Akranes 2014 og 2015 heldur áfram að bæta sig og í dag setti hann nýtt Akranesmet í 100m fjórsundi á tímanum 59.56 en fyrra metið er frá 2009 og það átti Hrafn Traustason á tímanum 59.90. Sævar Berg vann gull í 200m […]
Örfá laus pláss í sundhópa hjá Sundfélagi Akranes
Örfá laus pláss í sundhópa hjá Sundfélagi Akranes Nokkur pláss eru laus í sund fyrir börn fædd 2009 og 2010 Þriðjudagar kl. 14.15 – 14.55 og föstudagar kl 15.25 – 16.05 Þjálfari : Sólrún Sigþórsdóttir 2 pláss laus fyrir börn fædd 2008 Mánudagar kl. 15.15 – 16.15 og þriðjudagar / fimmtudagar kl. 15.00 […]
Akranesmeistaramótið 2016
Á sunnudaginn fór Akranesmeistaramót Sundfélags Akraness fram á Jaðarsbökkum. Þetta er fyrsta mót tímabilsins og tóku 34 krakkar þátt á mótinu. Keppendur voru 11 ára og eldri. Akranesmeistarar urðu þau Ágúst Júlíusson og Una Lára Lárusdóttir en þau áttu stigahæstu sundin á mótinu. Akranesmeistarar í aldursflokkum urðu Ágúst og Una Lára í flokki 15 ára […]
Skráning á sundæfingar fyrir börn fædd 2010 (Kópa) er hafin
Skráning á sundæfingar fyrir börn fædd 2010 (Kópa) er hafin Ef það má bjóða ykkur að vera með, sendið tölvupóst á netfangið hildurkaren@sundfelag.com Þjálfari Kópa er Sólrún Sigþórsdóttir Kópar Grundó (börn fædd 2010 sem eru í Grundaskóla), fyrsta æfing er 7. september. Æfingatímar: Miðvikudaga kl. 14:15-14:55 Föstudaga 14:45 – 15:25 Kópar Brekkó (börn fædd 2010 […]
Skráningar fyrir sundæfingar haust 2016:
Skráningar fyrir sundæfingar haust 2016: 2009 krakkar : Vinsamlega farið inn á Nora (http://ia.is/almennt-um-ia/idkendasida-ia/) og skráið barnið í hópinn Selir. Æfingatímar eru mánudagar og fimmtudagar kl. 14.15-15.00. Þjálfari er Heiður Haraldsdóttir. Krakkar fæddir 2008 og eldri eru beðnir að senda tölvupóst á sundfelag@sundfelag.com með nafni, kennitölu og síma. Í kjölfarið verða sendar nánari upplýsingar um […]