ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Íslandsmeistaramót 2016 Ágúst Júlíusson tvöfaldur íslandsmeistari.

Íslandsmeistaramót 2016 Ágúst Júlíusson tvöfaldur íslandsmeistari.

21/11/16

15183892_10154113862698581_706211276_o

Íslandsmeistaramót 2016.  Ágúst Júlíusson tvöfaldur íslandsmeistari.

Að lokinn góðri helgi hjá SA er óhætt að segja að sundfólkið okkar stóð sig frábærlega í lauginni.

Ágúst Júlíusson varð íslandsmeistari í bæði 50 og 100m flugsundi, bæði sundin á nýju Akranesmeti og undir lágmörkum fyrir Norðurlandameistaramót sem fram fer 8. – 12. desember í Kolding, Danmörku. Ágúst bætti sig einnig í 50m skriðsundi um 0,4 sek. sem er nýtt Akranesmet og undir NM lágmarki líka.

Sævar Berg hreppti silfur í mjög spennandi 200m bringusundi, aðeins 0,02 sek á eftir fyrsta sætinu. Sævar fékk einnig brons í 100m bringusundi.
Brynhildur Traustadóttir átti mjög góða helgi og bætti sig um heilar 12 sek. í 400m skriðsundi og hreppti brons.

Allir okkar 9 sundmenn sem voru á mótinu áttu margar góðar bætingar, þau héldu stolt uppi merki IA og voru okkur öllum til sóma á bakkanum.
Við sáum um helgina hvað þessi mikla vinna sem hófst með æfingarbúðum á spáni í haust og allt til dagsins í dag er að skila þeim, við erum einnig búin að vera heppin með veður á bakkanum hingað til, aðeins ein æfing hefur fallið niður og skiptir það heilmiklu máli í öllum undirbúning.

Krakarnir eru nú komin í tveggja daga frí áður en þau halda áfram og nú er það undirbúningur fyrir IM í 50m laug sem er í apríl. Ágúst mun halda áfram stífum æfingum fram að Norðurlandameistaramóti í desember og verður gaman að fylgjast með honum þar.

Um helgina voru sett tvö Akranesmet í boðsundi : 4x100m fjór, blönduð sveit og hana skipuðu þau Erlend, Brynhildur, Atli og Eyrun. 4x100m skriðsund blönduð sveit og hana skipuðu þau Atli Vikar, Asgerður, Eyrun, Erlend

Önnur úrslit hjá SA voru þannig :

1. sæti 100m flugsund Ágúst Júlíusson
1. sæti 50m flugsund Ágúst Júlíusson
2. sæti 50 skriðsund Ágúst Júlíusson
2. sæti 200 bringusund Sævar Berg Sigurðsson
3. sæti 100 bringusund Sævar Berg Sigurðsson
3. sæti 400 skriðsund Brynhildur Traustadóttir
4. sæti 4×200 skriðsund boðsund stelpur  (Brynhildur, Una Lára, Ásgerður Jing, Sólrún)
4. sæti 100 bringusund Brynhildur Traustadóttir
4. sæti 50m bringusund Sævar Berg Sigurðsson
5. sæti 100m flugsund Brynhildur Traustadóttir
5. sæti 50m baksund Una Lára Lárusdóttir
5. sæti 4x100m skriðsund Karlar  (Ágúst, Atli Vikar, Sævar Berg, Erlend)
5. sæti 100 bringusund Ásgerður Jing Laufeyjardóttir
5. sæti 200 flugsund Sólrún Sigþorsdóttir
6. sæti 400 fjórsund Sólrún Sigþorsdóttir
6. sæti 200m skriðsund Una Lára Lárusdóttir
6. sæti 200 baksund Una Lára Lárusdóttir
6. sæti 200 fjórsund Sólrun Sigþórsdóttir
6. sæti 50m bringusund Ásgerður Jing Laufeyjardóttir
6. sæti 4 x 100 skriðsund stelpur (Brynhildur, Ásgerður, Eyrún, Sólrún)
7. sæti 100m fjórsund Brynhildur Traustadóttir
7. sæti 100m skriðsund Brynhildur Traustadóttir
7. sæti 200m bringusund Ásgerður Jing Laufeyjardóttir
7. sæti 50 skriðsund Una Lára Lárusdóttir
8. sæti 50 skriðsund Sævar Berg Sigurðsson
8. sæti 4 x 100 skriðsund blandað (Atli Vikar, Ásgerður, Eyrún, Erlend)
8. sæti 4 x 100 fjórsund blandað (Erlend, Brynhildur, Atli Vikar, Eyrún)

 

15102142_1857359707831767_283733840_o 15152269_1857360234498381_261672664_o 15146681_1857360001165071_925973220_o15146711_1857359401165131_1924445972_o15052077_1147357021978461_935308121_o

 

15094301_10154703934107179_5155379151836499197_n

Edit Content
Edit Content
Edit Content