Frábærum degi hjá sundfólkinu okkar á IM er lokið með góðum bætingum og verðlaunasætum.
Ágúst Júliusson synti á nýju Akranesmeti í 50m skriðsundi á tímanum 23,42 og bætti eldra met sitt um 0.47 sek. og hafnaði hann í öðru sæti.
Sævar Berg Sigurðsson vann brons í 100m bringusundi.
Brynhildur Traustadóttir bætti tímann sinn um heilar 12 sek. í 400m skriðsundi og nældi sèr í þriðja sæti, ótrúlega flott bæting hjá henni.
Stelpurnar syntu svo 4x200m skrið boðsund og stóðu sig vel, þær höfnuðu i 4 sæti.
Úrslit dagsins hjá okkar fólki :
2. sæti 50 skriðsund Ágúst Júlíusson
3. sæti 100 bringusund Sævar Berg Sigurðsson
3. sæti 400 skriðsund Brynhildur Traustadóttir
4. sæti 4×200 skriðsund boðsund stelpur
(Brynhildur, Una Lára, Ásgerður Jing, Sólrún)
4. sæti 100 bringusund Brynhildur Traustadóttir
5. sæti 100 bringusund Ásgerður Jing Laufeyjardóttir
5. sæti 200 flugsund Sólrún Sigþorsdóttir
6. sæti 200 baksund Una Lára Lárusdóttir
6. sæti 200 fjórsund Sólrun Sigþórsdóttir
7. sæti 50 skriðsund Una Lára Lárusdóttir
8. sæti 50 skriðsund Sævar Berg Sigurðsson