ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Skagamenn í fimmta sæti í Bikarkeppni SSÍ

Skagamenn í fimmta sæti í Bikarkeppni SSÍ

05/10/16

bikar1

Um liðna helgi var Bikarmót Sundsambands Íslands haldin í Reykjanesbæ.  Margir af sterkustu sundmönnum Íslands syntu á mótinu.
Sundfélag Akraness sendi bæði kvenna- og karlalið og var gengi þeirra framar vonum en bæði liðin urðu í fimmta sæti. Hvað stigafjölda varðar er árangurinn á mótinu  í ár sá besti síðastliðin átta ár.

Margir sundmennirnir bættu tíma sína eða syntu á sínum tímum sem er mjög gott þegar keppnistímabilið er rétt að hefjast. Hæst bar þó að Ágúst Júlíusson, Íþróttamaður Akraness, náði lágmarki í 100m flugsundi til að komast  á Norðurlandameistaramótið í sundi í 25m laug en það fer fram í Kolding í Danmörku í desember næstkomandi.

bikar2

Edit Content
Edit Content
Edit Content