Íslandsmeistari öldunga í keilu
Guðmundur Sigurðsson varð um helgina Íslandsmeistari öldunga í keilu. Keppnin stóð yfir 2 helgar í röð og náði Gummi að halda sér í forystu allan tímann. Alls voru spilaðir 12 leikir á 4 keppnisdögum og lokadaginn voru úrslitin spiluð strax á eftir keppni. Næst á dagskrá hjá Gummar er svo Evrópumót öldunga sem haldið verður […]
Góður árangur hjá karatekrökkum
Þriðja mótið í BUSHIDO mótaröð vetrarins var haldið í Íþróttahúsi Mosfellsbæjar UMFA Afturelding laugardaginn 25.mars. Mótaröðin er fyrir keppendur 12-17 ára. Fimm keppendur frá Karatefélagi Akraness tóku þátt í mótinu og stóðu sig öll vel. Kristrún Bára Guðjónsdóttir og Ólafur Ían Brynjarsson lentu í 3ja sæti í sínum aldursflokkum í kata. Þess má geta að […]
„Að stjórna íþróttafélagi – Ekkert mál?“
Uppselt er á ráðstefnuna Að stjórna íþróttafélagi – ekkert mál? sem fram fer í Öskju á morgun föstudaginn 24. mars í samstarfi ÍSÍ og HÍ. Ráðstefnan verður tekin upp en einnig mun verða sýnt beint frá henni og er tengillinn https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=4c7bec59-a86a-447e-b87c-a3274f0e2e94 . Þann 24. mars næstkomandi munu ÍSÍ og HÍ standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu sem […]
Aðalfundur Sundfélags Akraness 2017
Aðalfundur Sundfélags Akraness árið 2017 var haldinn í Hátíðasalnum að Jaðarsbökkum í kvöld, miðvikudaginn 15. mars kl. 19:30. Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins en mæting á fundinn var góð. Fundarstjórn var í höndum Karitasar Jónsdóttur stjórnarkonu Íþróttabandalagsins en fundarritari var Guðrún Guðbjarnardóttir, ritari félagsins. Trausti Gylfason fór því næst yfir ársskýrslu félagsins. Í kjölfarið […]
Fimleikahús verður reist við Vesturgötu
Meirihluti fulltrúa bæjarráðs Akraness samþykkti á fundi sínum þann 16. mars síðastliðinn að fimleikahús verði reist við Íþróttahúsið á Vesturgötu og vísuðu ákvörðun ráðsins til samþykktar í bæjarstjórn. Fyrir lágu umsagnir skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs og var meirihluti fulltrúa þeirra ráða samþykkur staðsetningunni. Bæjarráð lagði einnig til, samhliða ákvörðun um byggingu fimleikahúss á Vesturgötu, að stofnaður yrði starfshópur […]
Kynning og námskeið á FELIX
Þriðjudaginn 21. mars kl. 17:00-19:00 verður Elías Atlason verkefnastjóri Felix með kynningu og námskeið fyrir forsvarsmenn íþróttafélaganna á Akranesi Staðsetning: Hátíðarsalur Jaðarsbökkum. Við hvetjum ykkur til að fjölmenna á kynninguna.
Myndband um afreksíþróttasvið FVA
ÍA og Akraneskaupstaður eru í samstarfi með Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) um rekstur afreksíþróttasviðs. Afreksíþróttasvið er hugsað fyrir nemendur sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína samhliða námi í skólanum. Upplýsingar á vef FVA Hér má sjá stutt myndband sem gert hefur verið um […]
Heilsuefling eldri aldurshópa – ráðstefna 16. mars
Við minnum á ráðstefnuna Aldrei of seint – Heilsuefling eldri aldurshópa sem haldin verður fimmtudaginn 16. mars næstkomandi á vegum ÍSÍ í samstarfi við Öldrunarráð Íslands, Landssamband eldri borgara, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Ráðstefnan verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Ráðstefnan hefst kl. 14:00 með ávarpi forseta Íslands, […]
Ársþing ÍA
73. ársþing ÍA verður haldið fimmtudaginn 6. apríl nk. kl: 20:00 í Hátíðarsal ÍA að Jaðarsbökkum. Dagskrá þingsins verður samkvæmt lögum. Þrátt fyrir að hvert félag eigi rétt á ákveðnum fjölda þingfulltrúa samkvæmt félagatali þá hvetjum við allt stjórnarfólk aðildarfélaganna til að mæta á þingið. Veiting bandalagsmerkis ÍA Framkvæmdastjórn ÍA vill nota þetta afmælisþing til að […]
Guðjón Finnbogason, heiðursfélagi ÍA er látinn
Guðjón Finnbogason, heiðursfélagi ÍA er látinn á nítugasta aldursári. Hann var í stjórn ÍA um árabil og var heiðursfélagi ÍA og Knattspyrnufélags ÍA. Þá voru honum veitt gullmerki ÍSÍ og KSÍ fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar á Íslandi. Hann lék á sínum ferli 111 leiki fyrir ÍA og var Íslandsmeistari 1951, 1953, 1954, 1957 og […]