ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

„Að stjórna íþróttafélagi – Ekkert mál?“

„Að stjórna íþróttafélagi – Ekkert mál?“

23/03/17

#2D2D33

Uppselt er á ráðstefnuna Að stjórna íþróttafélagi – ekkert mál? sem fram fer í Öskju á morgun föstudaginn 24. mars í samstarfi ÍSÍ og HÍ. Ráðstefnan verður tekin upp en einnig mun verða sýnt beint frá henni og er tengillinn https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=4c7bec59-a86a-447e-b87c-a3274f0e2e94 .

Þann 24. mars næstkomandi munu ÍSÍ og HÍ standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu  sem ber heitið „Að stjórna íþróttafélagi – Ekkert mál?“ Megin tilgangur ráðstefnunnar er að fræða stjórnendur innan íþróttahreyfingarinnar um atriði eins og skatta og skyldur, ábyrgð stjórnenda, tryggingamál, sjálfboðaliða og íþróttauppeldi. Þarna gefst stjórnendum íþróttafélaga, foreldraráða og öðrum áhugasömum einstakt tækifæri til að hlusta á fræðimenn og stjórnendur í íþróttahreyfingunni halda erindi og taka þátt í umræðum.  

Staðsetning: Askja – Háskóli Íslands, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík.

Tímasetning og fyrirkomulag: Ráðstefnan fer fram föstudaginn 24. mars 2017 og verður sett kl. 12:00, en síðan verða erindi og umræður í fjórum hlutum til um kl. 16:30. Eftir það er þátttakendum frjálst að halda áfram skemmtilegu spjalli í Stúdentakjallaranum, Háskólatorgi. Ráðstefnan verður tekin upp og til stendur að sýna beint frá henni.

Ráðstefnustjóri: Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðsmála hjá Háskóla Íslands.

Skráning: Nauðsynlegt er að skrá sig á heimasíðu ÍSÍ, hér, eigi síðar en fimmtudaginn 23. mars nk.

Aðgangur er ókeypis og er tekið við skráningum á meðan húsrúm leyfir. Við viljum hvetja forráðamenn íþróttafélaga til að mæta á þennan viðburð.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content