ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Aðalfundur Sundfélags Akraness 2017

Aðalfundur Sundfélags Akraness 2017

21/03/17

IMG_2038

Aðalfundur Sundfélags Akraness árið 2017 var haldinn í Hátíðasalnum að Jaðarsbökkum í kvöld, miðvikudaginn 15. mars kl. 19:30. Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins en mæting á fundinn var góð.

Fundarstjórn var í höndum Karitasar Jónsdóttur stjórnarkonu Íþróttabandalagsins en fundarritari var Guðrún Guðbjarnardóttir, ritari félagsins. Trausti Gylfason fór því næst yfir ársskýrslu félagsins. Í kjölfarið fór gjaldkeri, Daníel Sigurðsson, yfir ársreikning félagsins fyrir árið 2016. Hvort tveggja var svo borið undir atkvæði fundarins og samþykkt athugasemdalaust.

Stjórnin er óbreytt frá fyrra ári en Trausti Gylfason heldur áfram sem formaður, Harpa Finnbogadóttir varaformaður, Daníel Sigurðsson sem gjaldkeri, Guðrún Guðbjarnardóttir ritari og þær Kristín Björg Jónsdóttir, Svava Guðjónsdóttir og Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir meðstjórnendur.

Að aðalfundi loknum var svo boðið upp á kaffi og veisluhlaðborð að hætti Sundfélagsins.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content