Frábær árangur hjá ÍA á Bikarmóti Íslands.
Brimrún Eir Óðinsdóttir tryggði sér annað sætið í flokki unglingsstúlkna á glæsilegu Bikarmeistaramóti Íslands í klifri sem fram fór í Klifurhúsinu um helgina. Stúlkurnar klifruðu fjórar leiðir og Brimrún Eir toppaði þrjár leiðir í fjórum tilraunum. Gabríela Einarsdóttir úr Björkinni toppaði þrjár leiðir í þremur tilraunum og fór því með sigur af hólmi. Brimrún Eir […]
Útiklifur tímabilið hófst með stæl hjá ÍA.
Þrátt fyrir vafasama verðuspá, haglél á köflum og kulda, klifruðu ÍA klifrarar ásamt gestum af höfuðborgarsvæðinu í Akrafjalli á árlegu “Sumardaginn fyrsta” klifri, viðburður sem hefur fest sig í sessi síðast liðin ár. Mikil vinna hefur farið í að undibúa svæðið með boltun og hreinsu klifurleiða og eru nú níu fullbúnar línuklifurleiðir í Akrafjalli. Fleiri […]
Blakþjálfari óskast á Skagann
Bresi, blakfélag Íþróttabandalags Akraness, óskar eftir þjálfara fyrir starfsárið 2017-2018. Félagið leitar að einstaklingi með mikinn metnað og góða samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af blaki og æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun. Um 30 iðkendur eru skráðir í félagið og er æft tvisvar til þrisvar í viku. Þrjú lið Bresa kepptu […]
Magnús Oddsson fyrrverandi formaður ÍA og heiðursfélagi látinn
Magnús Oddsson fyrrverandi formaður ÍA og heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness lést í gær þann 11. apríl 2017. Magnús átti farsælan feril í starfi innan íþróttahreyfingarinnar bæði hér á Akranesi og á landsvísu. Hann var í stjórn Íþróttabandalags Akraness frá árunum 1983 til 1992, þar af sem formaður frá 1984 og var þar meðal annars í forystu […]
Vel sótt ársþing ÍA
Í gærkvöld, þann 6. apríl var 73. ársþing ÍA haldið í hátíðarsalnum að Jaðarsbökkum. Góð mæting var á ársþingið og mikill samhugur í fólki. Sigurður Elvar Þórólfsson var kjörinn þingforseti og stýrði hann ársþinginu af myndarbrag. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, formaður ÍA fór yfir það helsta í starfsemi Íþróttabandalagsins á árinu 2016 og Svava Huld Þórðardóttir […]
Ársþing ÍA 2016
Ársþing ÍA verður haldið í kvöld, 6. ápríl kl. 20:00 á Jaðarsbökkum. Dagskrá þingsins er sem hér segir: Þingsetning, kosning þingforseta og þingritara Kosning kjörbréfanefndar og kjörbréf lögð fram Niðurstaða kjörbréfanefndar Ársskýrsla ÍA lögð fram Ársreikningar ÍA Umræður um ársskýrslu og ársreikninga og atkvæðagreiðsla um reikningana. Heiðursviðurkenningar Styrkveitingar Lagabreytingar (engar tillögur) Umsóknir um aðild að […]
Súpufundur með Guðmundi Guðmundssyni
Miðvikudaginn 5. apríl mun HSÍ standa fyrir súpufundi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar og hefst hann kl.12. Þar mun Guðmundur Guðmundsson fara yfir leið Danmerkur að Ólympíugullinu í Ríó 2016. Boðið verður uppá dýrindis súpu og brauð og er kostnaður kl.1.000 á mann. Skráning er á magnus@hsi.is fyrir kl.17 þriðjudaginn 4.apríl.
Hnefaleikamenn í keppnisferð í Danmörku
Frétt af skagafrettir.is „Þetta var skemmtilegur bardagi og mikil reynsla sem ég fékk út úr þessu,“ segir Bjarni Þór Benediktsson hnefaleikakappi frá Akranesi sem keppti á móti í Danmörku í olympískum hnefaleikum um s.l. helgi. „Ég mætti mjög sterkum keppenda frá Svíþjóð í bardaganum og ég lærði mikið af þeim bardaga. Hann var mun sterkari, […]
Málstofa um hagræðingu úrslita í íþróttum
Föstudaginn 31. mars mun lagadeild HR standa fyrir málstofunni Veðjað á rangan hest um hagræðingu úrslita í íþróttum. Málstofan fer fram í stofu V101 og stendur frá 12:00-14:00. Kynntar verða niðurstöður tveggja rannsókna og svo munu sérfræðingar úr menntamála- og innanríkisráðuneytunum flytja erindi. Málstofunni lýkur með pallborði sem fyrirlesararnir taka þátt í ásamt þeim Líneyju […]
Einar Örn sigursæll í kraftlyftingum
Skagamaðurinn Einar Örn Guðnason (AKR) var sigursæll á Íslandsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem fram fór í World Class Kringlunni. Einar Örn keppti í 105 kg flokki, þar sem hann bætti Íslandsmetin í klassískri hnébeygju, bekkpressu og samanlögðum árangri. Með allar níu lyftur gildar lyfti hann mest 278 kg í hnébeygju, 186 kg í bekkpressu og 277,5 […]