Föstudaginn 31. mars mun lagadeild HR standa fyrir málstofunni Veðjað á rangan hest um hagræðingu úrslita í íþróttum. Málstofan fer fram í stofu V101 og stendur frá 12:00-14:00. Kynntar verða niðurstöður tveggja rannsókna og svo munu sérfræðingar úr menntamála- og innanríkisráðuneytunum flytja erindi. Málstofunni lýkur með pallborði sem fyrirlesararnir taka þátt í ásamt þeim Líneyju Rut Halldóttur ÍSÍ og Þorvaldi Ingimundarsyni KSÍ. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.