Þrátt fyrir vafasama verðuspá, haglél á köflum og kulda, klifruðu ÍA klifrarar ásamt gestum af höfuðborgarsvæðinu í Akrafjalli á árlegu “Sumardaginn fyrsta” klifri, viðburður sem hefur fest sig í sessi síðast liðin ár. Mikil vinna hefur farið í að undibúa svæðið með boltun og hreinsu klifurleiða og eru nú níu fullbúnar línuklifurleiðir í Akrafjalli. Fleiri myndir má sjá á myndasíðu Klifurfélagsins sem sýna stemmninguna við hamarinn á Sumardaginn fyrsta.