Hrekkjavökumót ÍA
Hrekkjavökumót ÍA var haldið um helgina með pompi og prakt og tókum um 25 ÍA klifrarar þátt. Eins og venja er voru þátttakendur klæddir upp í Hrekkjavökustíl og fjölmargir áhorfendur fylgdust með og hvöttu sitt fólk áfram. Klifraðar voru 15 leiðir sem leiðasmiðir ÍA sáu um að setja upp sérstaklega fyrir þetta mót og náðu […]
Viltu æfa frjálsar íþróttir?
Æfingar á vegum UMF Skipaskaga byrja 11. október og fara æfingarnar fram í Akraneshöllinni alla miðvikudaga kl. 17:30-18:30. Skráning fer fram á staðnum og eru æfingarnar opnar iðkendum á öllum aldri. Þjálfari er: Ingibjörg Brynjólfsdóttir Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að æfa frjálsar íþrottir að mæta. Ungmennafélagið Skipaskagi
Þjálfarastyrkir ÍSÍ.
Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 16. október og er upphæð hvers styrkjar að hámarki 100.000 krónur. Umsóknum skal skila […]
Veistu hvernig best er að undirbúa sig andlega? – Erindi um mikilvægi sálræna þáttarins í íþróttum
[et_pb_section admin_label=”section”][et_pb_row admin_label=”row”][et_pb_column type=”4_4″][et_pb_text admin_label=”Text” background_layout=”light” text_orientation=”left” use_border_color=”off” border_color=”#ffffff” border_style=”solid”] Þriðjudaginn 31. október kl. 20:00 að Jaðarsbökkum fjallar Vanda Sigurgeirsdóttir fyrrverandi knattspyrnuþjálfari og landsliðskona um mikilvægi sálræna þáttarins í íþróttum og hvernig íþróttafólk getur bætt árangur með notkun sálrænna aðferða. Vanda fjallar einnig um mikilvægi jákvæðra leiðtogaeiginleika íþróttafólks. Fyrirlesturinn byggir á blöndu af fræðslu og góðum […]
Tryggingamál við íþróttaiðkun
Við höfum tekið saman smá upplýsingar um tryggingamál við íþróttaiðkun, en almennt má segja að hver og einn sé á eigin ábyrgð í sinni íþróttaiðkun. Samkvæmt íslenskum lögum bera þau félög og samtök sem standa fyrir félags- og tómstundastarfi ekki sjálfkrafa ábyrgð á slysum sem börn verða fyrir í starfinu. Því er mikilvægt að foreldrar […]
Íþróttavika Evrópu 23. – 30. september nk.
Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin 23. – 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið til verkefna sem munu tengjast vikunni. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi […]
ÍA vörur – tilvalin gjöf
Við minnum á að á heimsíðu ÍA, má skoða og kaupa fjölbreyttan ÍA fatnað og ýmsar ÍA stuðningsmannavörur. Tilvalið að nýta sér þetta fyrir næsta afmæli eða bara til að gefa einhverjum sem manni þykir vænt um . Skoðið endilega á http://ia.is/shop/
Samningar um uppbyggingu á Frístundamiðstöð við Garðavöll undirritaðir.
Golfklúbburinn Leynir og Akraneskaupstaður skrifuðu í gær undir samninga um uppbyggingu á Frístundamiðstöð við Garðavöll. Frístundamiðstöðin verður rúmlega 1000m2 að stærð og skiptist í 700m2 jarðhæð og 300m kjallara. Frístundamiðstöðin mun hýsa félagsstarf Leynis og aðra frístundastarfssemi á vegum Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness. Um þessar mundir eru útboð í gangi og gera áætlanir ráð fyrir […]
Sýnum karakter – vinnufundur
Nú er að verða ár síðan að verkefninu Sýnum karakter var hleypt af stokkunum og af því tilefni er boðað til vinnufundar þriðjudaginn 12. september í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Fundurinn hefst kl.10 og stendur til 12:30. Fyrirkomulag fundarins verður með þeim hætti að þau Óli Þór Júlíusson úr HK og Íris Mist Magnúsdóttir úr […]
Langar þig að æfa blak?
Í september býður Bresi nýjum iðkendur að prófa blak án endurgjalds. Æfingar hjá Bresa eru haldnar á Jaðarsbökkum mánudags- og miðvikudagskvöld frá kl. 19:30 til 21:00 og sunnudaga frá kl. 16:30 til 18:00.