ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Hrekkjavökumót ÍA

Hrekkjavökumót ÍA

29/10/17

DSC02671

Hrekkjavökumót ÍA var haldið um helgina með pompi og prakt og tókum um 25 ÍA klifrarar þátt. Eins og venja er voru þátttakendur klæddir upp í Hrekkjavökustíl og fjölmargir áhorfendur fylgdust með og hvöttu sitt fólk áfram. Klifraðar voru 15 leiðir sem leiðasmiðir ÍA sáu um að setja upp sérstaklega fyrir þetta mót og náðu þrír klifrarar að klára 14 af 15 leiðum. Að móti loknu fengu áhorfendur að spreyta sig á leiðunum og höfðu gaman að.

Eftir kosninganótt var svo blásið til klifurs fyrir fullorðna á sunnudegi og var þátttaka með besta móti. Mikill áhugi hefur verið fyrir fullorðinklifri og er klifurfélagi ÍA ljúft og skylt að verða við því. Hins vegar er aðstað félagsins í kjallara íþróttahússins að Vesturgötu langt frá því að vera fullnægjandi en það segir sig sjálft að klifur í kjallara setur félaginu ákveðnar skorður. Meðal annars eru fjöldatakmarkanir í hópa vegna plássleysis og aðstaðan er ófullnægjandi fyrir eldri og reyndari klifrara. Það er því von félagsins að hægt verði að finna annað og hentugra húsnæði undir aðstöðu félagsins hið fyrsta. Með bættri aðstöðu myndi vera hægt að bjóða upp á opna tíma fyrir almenning í klifur en núverandi aðstaða býður ekki upp á slíkt svo vel sé.

Framundan hjá Klifurfélagi ÍA er fysta mót Íslandsmeistaramótaraðarinnar og fer það fram helgina 18-19 nóvember í Klifurhúsinu í Reykjavík. ÍA verður með keppendur í öllum yngri flokkum ásamt flokki ungmenna (U-19) kvenna.

Edit Content
Edit Content
Edit Content
Edit Content