Dagur umhverfisins og árleg vorhreinsun
Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akraness vilja hvetja alla bæjarbúa, unga sem aldna sem og fyrirtæki, stofnanir og hópa til að taka þátt í hreinsun og fegrun umhverfisins af tilefni degi umhverfisins þann 25. apríl næstkomandi. Aðildafélög Íþróttabandalags Akraness ætla að tína upp rusl á völdum svæðum og vilja með því sýna umhverfisábyrgð og hvetja aðra til […]
Frábær mæting á hreinsunardaginn
Það var vaskur hópur gulra og glaðra Skagamanna sem mættu í dag til að tína rusl í bænum okkar á degi umhverfisins. Aðildarfélög ÍA og Akraneskaupstaður tóku höndum saman og stóðu fyrir hreinsunardegi og mættu tæplega 400 manns og hreinsuðu til í bænum í um tvær klst. Miklu magni af rusli var safnað og mun […]
Stefnt að opnun á nýju fimleikahúsi eftir rúmt ár
Fimleikafélag Akraness er án efa farið að telja niður dagana til 12. júlí 2019 en það eru 443 dagar þar til sá dagur rennur upp ef miðað er við 24. mars 2018. Á þeim degi er áætlað að nýtt fimleikahús við Vesturgötu verði klárt. Um er að ræða 1640 m² fimleikasal. Í salnum er steypt áhorfendastúka 170 m², og […]
Aðildarfélög ÍA ætla að plokka og flokka
Í tilefni af degi umhverfisins þann 25. apríl ætla aðildafélög Íþróttabandalags Akraness í samvinnu við Akraneskaupstað að tína upp rusl á völdum svæðum og vilja með því sýna umhverfisábyrgð og hvetja aðra til þess að taka þátt í nýjum heilsusamlegum og umhverfisvænum sið. Hægt er að tína upp rusl eða „plokka“ á förnum vegi á […]
74. ársþingi ÍA lokið
Fimmtudaginn 12. apríl var 74. ársþing ÍA haldið í hátíðarsal á Jaðarsbökkum. Góð mæting var á ársþingið og sköpuðust góðar umræður um stöðu íþrótta á Akranesi og framtíðarsýn. Sigurður Elvar Þórólfsson var kjörinn þingforseti og stýrði hann ársþinginu af myndarbrag. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, formaður ÍA fór yfir það helsta í starfsemi Íþróttabandalagsins á árinu […]
Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi
Akraneskaupstaður veitir 15 milljónir til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi á árinu 2018. Markmiðið er að styðja virk íþrótta- og tómstundafélög á Akranesi til að halda uppi öflugu íþrótta-, félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga. Styrktarsjóðurinn hækkar í ár um 30% en árinu 2017 voru veittir styrkir að fjárhæð kr. 10,9 milljónir króna. Tilgangur styrkjanna er að […]
74. ársþing ÍA, fimmtudaginn 12. apríl
74. ársþing ÍA verður haldið fimmtudaginn 12. apríl nk. kl. 20:00 í Hátíðarsal ÍA að Jaðarsbökkum. Fyrir þinginu liggur eftirfarandi dagskrá Þingsetning, kosning þingforseta og þingritara Kosning kjörbréfanefndar og kjörbréf lögð fram Niðurstaða kjörbréfanefndar Ársskýrsla ÍA lögð fram Ársreikningar ÍA lagðir fram Umræður um ársskýrslu og ársreikninga og atkvæðagreiðsla um reikningana Heiðursviðurkenningar Styrkveitingar Lagabreytingar (engar […]
ÍA styrkir ÍA TV með myndarlegum hætti
Í dag skrifaði ÍA undir samning við ÍA TV, sem er sjálfboðaliðateymi sem sér um beinar útsendingar frá viðburðum á vegum aðildarfélaga ÍA. Í samningnum felst að ÍA leggur til eina milljón króna til búnaðarkaupa og ÍA TV skuldbindur sig m.a. til þess að sinna beinum útsendingum frá viðburðum aðildarfélaga ÍA, uppbyggingu á heimasíðu ÍA […]
Ráðgjöf íþróttasálfræðings
Nú hefur styrkur sem fékkst frá Akraneskaupstað í verkefni í samvinnu við Guðrúnu Carstensdóttur íþróttasálfræðing, verið fullnýttur. Verkefnið var nýjung og var myndarlega styrkt af ÍA og Akraneskaupstað. Guðrún ætlar þó ekki að segja skilið við okkur heldur bjóða áfram uppá einstaklingsráðgjöf og fyrirlestra fyrir okkar fólk, eini munurinn er sá að nú þarf að […]
Ársskýrsla Karatefélags Akraness 2017
Hér er að finna ársskýrslu Karatefélags Akraness fyrir árið 2017 ásamt ársreikningi félagsins. Ársskýrslan var samþykkt á aðalfundi félagsins í febrúar 2018. Ársskýrsla KAK 2017