ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Aðildarfélög ÍA ætla að plokka og flokka

Aðildarfélög ÍA ætla að plokka og flokka

21/04/18

#2D2D33

Í tilefni af degi umhverfisins þann 25. apríl ætla aðildafélög Íþróttabandalags Akraness í samvinnu við Akraneskaupstað að tína upp rusl á völdum svæðum og vilja með því sýna umhverfisábyrgð og hvetja aðra til þess að taka þátt í nýjum heilsusamlegum og umhverfisvænum sið. Hægt er að tína upp rusl eða „plokka“ á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Þannig má sameina áhuga á útiveru og umhverfismeðvitund og ánægjan af því að fara út og hreyfa sig verður margfalt meiri.

Nú er akkúrat tíminn þar sem rusl er áberandi,snjórinn farinn og gróðurinn ekki búinn að taka við sér, það gerir ruslatínslu auðveldari og kjörið tækifæri til að hreyfa sig og fegra umhverfið í leiðinni.

Gámar verða staðsettir á ákveðnum stöðum í bænum og geta íbúar og hópar skilað þar endurgjaldslaust því sem saman safnast. Ætlast er til að sorp sé flokkað og verða gámar merktir með viðeigandi flokkunarmerkjum.

Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akraness vilja hvetja alla bæjarbúa, unga sem aldna sem og fyrirtæki, stofnanir og hópa til að taka þátt í hreinsun og fegrun umhverfisins af þessu tilefni.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Akraneskaupstaðar www.akranes.is

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content