Útvarp Akranes hlaut menningarverðlaun Akraness 2019
Útvarp Akranes hlaut menningarverðlaun Akraness 2019 en útvarpið hefur verið fastur liður í aðventu Akurnesinga í 30 ár. Útvarp Akraness hefur á hverju ári boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá og fær til liðs við sig fólk víða úr samfélaginu sem gerir útvarpið skemmtilegt og áhugavert en hefur einnig mikið sögulegt gildi með því […]
Berglind til ÍA
Berglind Björgvinsdóttir hefur verið ráðinn í hlutastarf hjá Íþróttabandalagi Akraness. Berglind mun starfa á skrifstofu ÍA og við rekstur þrekaðstöðu íþróttabandalagsins. Við bjóðum Berglindi velkomna í hóp starfsmanna íþróttahreyfingarinnar á Akranesi.
Paralympic-dagurinn 2019
Paralympic-dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á þeim íþróttum sem fatlaðir stunda á Íslandi. Þetta er fimmta árið í röð sem Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir Paralympic-deginum. Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson mun stýra deginum sem fram fer laugardaginn 19. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16. Allir velkomnir! Paralympics eru stærsta afreksíþróttamót fatlaðra og fara fram […]
Íþróttabandalag Akraness er orðið aðili að UMFÍ
Fulltrúar sambandsaðila UMFÍ samþykktu á sambandsþingi á Laugarbakka í Miðfirði þann 12. október 2019 umsóknir Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalags Akraness (ÍA) að UMFÍ. Umsóknir íþróttabandalaganna voru samþykkt með nær öllum atkvæðum og fá þau nú stöðu sambandsaðila innan UMFÍ. „Hreyfingin verður öflugri við þetta. Við horfum við framtíðar. Nú getum við […]
Vetrarfrí á Akranesi
Framundan er vetrarfrí á Akranesi dagana 17. – 21. október og verður í boði ýmis afþreying fyrir fjölskylduna. Má meðal annars nefna sundknattleik, ratleikur, opnir tímar hjá íþróttafélögum, fjölskyldusamvera í bókasafninu og margt fleira. Hér inn á viðburðardagatali Skagalífs er hægt að fá nánari upplýsingar um viðburðina.
Upplýsingar um íþróttastarf á viðtalsdögum skólanna
Það voru margir sem komu við á ÍA “básinn” í Grundaskóla á viðtalsdegi. í gær. Hildur Karen frá ÍA veitti ýmsar upplýsingar til foreldra um það fjölbreytta íþróttastarf sem stendur til boða hjá aðildarfélögum ÍA, s.s. um æfingartöflur og tómstundaávísanir auk þess sem hún aðstoðaði við skráningu í Nóra. Þetta framtak hófst á síðasta ári […]
Höfuðáverkar í íþróttum
Í ljósi umræðu í fjölmiðlum um afleiðingar heilahristings og höfuðáverka hjá íþróttafólki er vert að benda á fræðsluefni sem er að finna á heimasíðu ÍSÍ. https://vimeo.com/307047253 https://vimeo.com/307047228 Hér er einnig að finna leiðbeiningar sem koma frá KSÍ og eru unnar af Reyni Birni Björnssyni lækni https://www.ksi.is/fraedsla/heilbrigdismal/heilahristingur/
Þjálfarastyrkir ÍSÍ
Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 15. október og er upphæð hvers styrkjar að hámarki 100.000 krónur. Umsóknum skal skila á þar […]
Undirritun samnings um heilsueflandi samfélag
Þann 1. október síðastliðinn undirrituðu Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri og Alma D. Möller, landlæknir, samning um innleiðingu Heilsueflandi samfélags á Akranesi. Með samningnum skuldbindur Akraneskaupstaður sig til að innleiða markmið Heilsueflandi samfélags á Akranesi í samráði við Embætti landlæknis og er 29. sveitarfélag landsins sem leggur í þessa vegferð. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja […]
Síðasta lýðheilsugangan í rjómablíðu
Það viðraði sérstaklega vel fyrir göngumenn í fjórðu og síðustu lýðheilsugöngu ársins en gengið um Vallanes í landi Hvítaness við Grunnafjörð undir styrkri leiðsögn Hjördísar Hjartardóttur og Elís Þórs Sigurðssonar. Tæplega 40 göngumenn nutu útiverunnar og fjölbreyttrar náttúru á svæðinu en m.a. sást til sela í fjörunni. ÍA og Akraneskaupstaður þakka öllum þeim sem tóku […]