ÆFINGATÖFLUR

VALMYND

Íþrótta­banda­lag Akra­ness er orðið aðili að UMFÍ

Íþrótta­banda­lag Akra­ness er orðið aðili að UMFÍ

14/10/19

170616_umfi_logo_lowres

Full­trú­ar sam­bandsaðila UMFÍ samþykktu á sam­bandsþingi á Laug­ar­bakka í Miðfirði þann 12. október 2019 um­sókn­ir Íþrótta­banda­lags Reykja­vík­ur (ÍBR), Íþrótta­banda­lag Ak­ur­eyr­ar (ÍBA) og Íþrótta­banda­lags Akra­ness (ÍA) að UMFÍ.

Um­sókn­ir íþrótta­banda­lag­anna voru samþykkt með nær öll­um at­kvæðum og fá þau nú stöðu sam­bandsaðila inn­an UMFÍ.

„Hreyf­ing­in verður öfl­ugri við þetta. Við horf­um við framtíðar. Nú get­um við sam­einað krafta okk­ar og orðið öfl­ugri sam­tök en áður,“ segir Haukur Val­týs­son, for­maður UMFÍ í fréttatilkynningu.

Málið hefur verið í vinnslu í um 20 ár en á undaförnum fjórum árum hefur komið meiri kraftur í viðræðurnar en ÍA sótti formlega um aðild fyrir um þremur árum síðan. Eftir samþykktina á sambandsþinginu þá eru reglurnar þannig:

  • Þegar íþróttabandalög bætast við UMFÍ fá þau stöðu sambandsaðila á sama hátt og önnur íþróttahéruð landsins.
  • Hvert og eitt bandalag þarf að sækja um inngöngu og geta þau sem ekki vilja gera það staðið utan UMFÍ.
  • Félög UMFÍ með beina aðild munu áfram halda aðild sinni að UMFÍ en í gegnum íþróttabandalög á sama hátt og flest aðildarfélög UMFÍ í dag. Í þeim tilvikum þar sem íþróttabandalag hefur ekki sótt um aðild verður staða félags með beina aðild óbreytt.
  • Með tillögum vinnuhóps um aðild hafa hagsmunir núverandi sambandsaðila varðandi lottó og fjölda þingfulltrúa verið tryggðir.

 

Edit Content
Edit Content
Edit Content